Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1973, Page 22

Æskan - 01.10.1973, Page 22
GUNNAR MAGNÚSSON frá REYNISDAL: Svipast eftir sumargestum Höfnin í Sandgeröi. „vorbooinn Ijúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín.“ Svo kvað Jónas Hallgrímsson íorðum daga útl I Dan- mörku, þá er hann sá farfuglana hópast til ferðar yfir hafið hingað til eylandsins vorbjarta. Síðan — og áður — hafa alltaf verið að koma vor ár- lega, og farfuglarnir hópast hingað til hinna vorbjörtu nátta og langra daga til þess að ala upp afkvæmi sín. Og það er ekki hægt að hugsa sér vor á íslandi, án hinna mörgu og kærkomnu sumargesta, þó að veðurfar og náttúra landsins hafi ekki ávallt tekið á móti sumargest- unum mildum örmum. Garðskagaviti. Gunnar Magnússon. Það var nú í vor, 20. maí, að fuglaskoðunarferð var faf|n suður á Reykjanes,'og var ég einn af þátttakendum. var Reykjanes lítt kunnugt, því þar hafði ég ekki farið um á landi áður, en oft siglt fyrir það á skipum, og fýsti mi9 því að kynnast því lítillega af sjón og raun með augum ferðamannsins. Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 10 ar" degis og ekið sem leið lá eftir Reykjanesbraut til Kefla- vlkur. Þar var ekkert stanzað en ekið út á Garðsskaga. Var þar fyrsti áfangastaður okkar í ferðinni. Fararstjóri var með í bifreiðinni, sem var stór farþegabifreið frá „Vesturleið • Tjáði fararstjóri okkur, að I fjörunni við Garðsskagavita væri urmull af farfuglum vor hvert á þessum tíma. Fórum við svo út og gengum fram að sjóvarnargarði. sem þar er til varnar landinu, þaðan sáum við niður I fjöruna. Var þar urmull af fugli, margar tegundir, sem var þar að gæða sér á æti í fjörunni. Mér voru margar af ÞesS' um fuglategundum kunnar, en þó sá ég þar fuglategundif| svo sem stelk, rauðbrysting og sæsvblu, sem ég ö3*®1 ekki séð áður. Þarna sagði fararstjórinn okkur að væru fuglategundm. ein eða fleiri, sem væru á leið til Grænlands, og má Þa® vel vera að svo hafi verið. Þegar við vorum búin að seðja forvitni okkar við Garðskagavita, var ekið til Sandgerðis- Á miðri leið var áð við grashól, sem var við veginn. Þar tókum við upp nesti okkar og snæddum. Veður var ágse*1' heiður himinn, sólskin og hlýtt í veðri. Síðan var ekið til Sandgerðis, þar var mikið fuglalíf- ^r' 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.