Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1973, Side 23

Æskan - 01.10.1973, Side 23
staklega var þar áberandi hvítfugl, svo sem mávur og nta, auk þess voru þar í fjöru faríuglar. Við stoppuðum góða stund í Sandgerði og skoðuðum staðinn. Það var aðallega höfnin, sem ég skoðaði, og báír amir, sem voru í höfn að lokinni vertíð. Því næst var ekið til Hafna. Vorum við fljót þangað, þvf að vegur var góður og greitt ekið. í Höfnum var ekki niikið um að vera, allir bátar á sjó. Við skoðuðum höfnina óg skyggndumst eftir fuglum, sem nóg var af, fjöldi teg- unda. Síðan var ekið suður eftir, og þá er komið var á nióts við Hafnaberg, var biíreiðin stöðvuð, og var nú hafin 9anga fram á bergið, var það um tuttugu mínútna gangur. Hafnaberg er ekki hátt, nálægt 30 metrum. Þar var Urmull af bjargfugli og sungið og kveðið, svo að vart heyrðist mannsins mál. Þarna I berginu sá ég fýl, lunda, stuttnefju og ritu, og áti á sjónum voru flekkir af fugli. Var sjórinn sléttur í góð- viðrinu og ekkert brim, örlaði varla við flúð. Þegar við v°rum búin að skoða.okkur um að vild, var gengið til baka bifreiðarinnar, og er við komum þangað, var klukkan hálf fimm. Nú var ætlunin að halda til Reykjanesvita, sem °g varð. Var ekið þangað, og tók það stutta stund. Við stöðvuðum við Valahnjúk og gengum á hann. Þaðan var útsýni gott til allra átta, og í suðri reis Eldey upp úr hafinu með sinni miklu súlubyggð. Þarna á Reykjanestánni sáum við silfurmáv á hreiðrum. Tjáði leiðsögumaðurinn okkur, að hann verpti óvíða hér við land. Þá er við höfðum litazt vel um, var lagt af stað og ekið 'il Grindavíkur. Fuglaskoðuninni var nú lokið, en eina ver- stöð fengum við að sjá, hina svipmiklu og sérstæðu Grindavík. Hafnaberg. Á leiðinni þangað komum við á hverasvæðið á Reykja- nesi og skoðuðum það. Stöðugur og sterkur gufuhvinur var úr borholunum, sem bíða með orku sína og varma eftir þvi að verða nytjaðar á einhvern hátt. í Grindavík stóðum við við góða stund, þar var margt að sjá, sem benti til stórhugar og dugnaðar íbúanna. Þar niður við höfnina tók leiðsögumaður mynd af hópn- um, og var nú ekki annað eftir en að aka heimleiðis. Gekk sú ferð greitt, því vegur var góður, og um klukkan sjö komum við aftur til Umferðarmiðstöðvarinnar. Þaðan hélt hver til sins heima eftir ánægjulega og velheppnaða ferð. Mynd 1 sýnir pappírsræmu, sem 9jarnan má vera eins löng og hægt er, °9 er hún lögð nokkrum sinnum saman i annan endann, en afganginum af ræm- unni er vafið upp á blýant. Mynd 2 sínir ræmuna eftir að hún hefur verið vafin upp — punktalínurnar sýna papp- ítsleggið innan i vafningnum. Skerið svo tvo skurði [ rúlluna og klemmlð ^ana flata (mynd 3) og skerið falsið á hJllunni með beittum hnif (mynd 4). Beygið svo endana á rúllunni saman og beygið falsoddana út til hliðanna (mynd 5). „Hankinn" í miðjunni er brotin, sem gerð voru á enda pappírsræmunnar áð- ur en hún var undin upp á blýantinn. Stingið svo hnífsoddinum undlr „hank- ann“ og togið vindingana varlega út úr rúllunni, alveg eins og þið væruð að draga út kíki. Á þennan hátt kemurfram kínverskl pappírsturninn, sem þlð sjáið á mynd 6 — hann er fallegur, finnst ykkur ekki?' Með dálitilli æfingu getið þið búið til miklu stærrl turn úr stifari pappir, og hann verður auðvitað enn til- komumeirl. Kínverska musterið

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.