Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1973, Side 27

Æskan - 01.10.1973, Side 27
w bi wm flndrés önd er Andrés önd hafði keypt mjólkurbú, sem var uppl [ sveit. Mjólkurbúið var lítið, og Andrés komst auðveldlega yfir að aka mjólkinni tli viðskiptavinanna. Hann ók mjólkinni í laglegum, hvítum vagni, sem gamli, trYggi hesturinn, hún Lotta, dró. Rip, Rap og Rup þótti mjög vænt um hestinn. Þeir gáfu honum gulrætur, rúgbrauð og epli, og þeim lá við gráti 1 hvert skiptl, sem þreytti gamli hesturinn var spenntur fyrir vagninri. Það var svo sorglegt. Það þurfti að fara með mjóikina eldsnemma á morgnana, °g Andrés var enginn morgunhani. Þess vegna sofnaði hann oft i ekilssætinu. En þá vakti Lotta gamla hann með Pví að hneggja eða krafsa i jörðina, þegar þau komu heim 'il einhvers af viðskiptavinum Andrésar. Þegar Andrés var búinn að afhenda mjólkina, settist hann aftur upp I vagn- inn — og steinsofnaði. Það var lengi verið að aka til allra viðskiptavinanna, og Andrés hafði oft minnzt á það, að hann ætlaði að kaupa sér bíl, því að þá yrði hann mun fljótar! í förum. Kvöld nokkurt settist Andrés niður og fór að telja aurana sína saman. Hann vantaði 1500 krónur til að geta keypt sér mjólkurbílinn, sem hann hafði augastað á. Hvernig átti hann að ná í þá peninga? Það var hænsnabú á mjólkurbúinu og strákarnir fengu hluta af eggjapeningunum, því að þeir voru svo duglegir að gefa hænunum. Andrés vissi, að Rip, Rap og Rup áttu rúmar 1500 krónur i sparibaukunum sínum — en það voru sparipeningar strákanna og Andrés átti ekkert i þeim. En a'lt í einu kom honum gott ráð í hug! Næsta morgun spurði hann strákana: ..Viljið þið kaupa Lottu gömlu?“ ,,Það viijum við, því að við viljum gjarna eignast hana °g þá þarf hún ekki að draga mjólkurvagninn lengur. Hvað kostar hún?“ „1500 krónur," sagði Andrés. „1500 krónur? En það er aleiga okkar og við höfum verið lengi að spara það saman. Getum við ekki fengið hana ódýrari?“ „Nei og aftur nei. Ég verð að fá 1500 krónur til að ég 9eti keypt mjólkurþfl, og meðan ég hef engan mjólkurbíl verður Lotta gamla að halda áfram að draga mjólkurvagn- Ihn.. En þið um það fyrst ykkur þykir vænna um peningana en veslings, gömlu Lottu." mjólkurpóstur Strákarnir gátu ekki hugsað sér að láta þennan aamla hest halda áfram að þræla svona. Þelr fóru og sóttu allt spariféð sitt og létu Andrés önd fá það. Andrés önd keypti sér fallegan, bláan mjólkurbíl sam- dægurs og lagði stoltur af stað næsta morgun, meðan strák- arnir dekruðu við Lottu. „í dag verð ég enga stund að aka mjólkinni," sagði Andrés. ,,Ég kem bráðum heim aftur.“ En það fór ekki eins og Andrés hafði hugsað sér. Hann var orðinn svo vanur þvi, að Lotta gamla þekkti leiðina, að hann hugsaði ekkert um hana. í dag var gamla Lotta ekkl til staðar og hann afhenti mjólkina á röngum stað, ók I hringi, kom alls staðar of seint og fékk hroðalegar skammir. Á' meðan hafði Lotta gamla það gott heima. Strákarnir snyrtu stall- inn hennar. Þelr settu nýtt hey undir hana. Þeir settu mynd- ir á veggina og græn gluggatjöld fyrir gluggana. Þegar búið var að bursta Lottu, gefa henni að borða og vatna henni og hún hafði fengið sér smáblund, var langt liðið á daginn. En Andrés frændi var ókominn. „Andrés frændi var vanur að vera kominn heim fyrir löngu, þegar hann ók með Lottu,“ sagði Rip. „Við verðum að setjast allir þrír á Lottu og leita að hon- um,“ sagði Raþ. Þeir hittu Andrés uppi á vegi. „Hvers vegna kemurðu heim með helminginn af mjólkinni, Andrés frændi? spurði Rup. „Ég vissi alls ekki, hvar ég ætti að afhenda hana,“ ískr- aði í Andrési. „Ég verð að fá Lottu með mér fyrst um sinn þangað til ég hef lært þetta utan að.“ „Þú getur fengið hana lánaða, en nú eigum við hana og við förum sjálfir með og gætum hennar." „Hvað takið þið fyrir að lána mér Lottu í hálfan mánuð?" spurði Andrés. „1500 krónurl" svöruðu strákarnir í kór. „Og okkur liggur ekkert á penlngunum. Það er ágætt að eiga þá inni!“ sagði Rip. „1500 krónur! Það er dýrt fyrir hestlán í hálfan mánuð," sagði Andrés önd fýlulega. „Við viðurkennum gjarnan, að það sé dýrt,“ svöruðu strákarnir, „en vitur hestur er meira virði en heimskur blli.“ 25

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.