Æskan - 01.10.1973, Side 28
r
Bakkus við taflborðið
Alllr munu vera sammála um það, aS stórmeistarar og
höfuSkempur skáklistarinnar — heimsmeistararnir — þurfi
aS vera reglumenn í hvívetna, eigi þeir að halda frama
slnum. Og ekki er því að neita, að langflestir þeirra hafa
verið það, en þó finnast dæmi um hið gagnstæða.
Árið 1927 eignaðist skákheimurinn nýjan heimsmeistara,
þegar Rússinn Alexander Aljechin vann einvígi við Kúbu-
mannlnn Capablanca. — Aljechin var að ýmsu leyti mjög
vel gerður maður. Hann var talinn Ijóngáfaður, og hann
hafði lagt stund á lögfræði og málanám.
Eftir að Aljechin settist að í Frakklandi, hélt hann vel á
spilum sinum fjárhagslega og græddist honum drjúgum
fé á því að tefla. Hann keypti sér fallegt hús, og hann gekk
hvorki meira né minna en fimm sinnum í hjónaband.
Til gamans má geta þess, að Aljechin átti sér „heilladýr",
sem var köttur. Lét hann köttinn stundum ganga yfir tafl-
borðið hjá sér, áður en hann hóf að tefla. Eitt sinn tókst
svo tii — ( miðri skák — að kötturinn stökk upp á borðið
og felldi um koll nokkra menn á skákborðinu. Kættust
áhorfendur af þessu og höfðu við orð, að rétt mundi vera
að útvega læðu til kattarins, til þess að keppendur gætu
teflt I frlði!
Á árunum 1927—1935 var Aljechin óumdeilanlegur kon-
ungur skákheimsins og hann ríkti þar með harðri hendi.
En illa þoldi hann að tapa. Eitt sinn tapaði hann skák, sem
hann hafði talið fyrirfram unna, og var þessi skák tefld um
efsta sætið I þýðingarmiklu skákmóti. Þegar hann kom
heim á hótelherbergi sitt, mölbraut hann öll húsgögnin
þarl Hann var skapmaður mikill og lét ekki hiut sinn fyrr
en f fulla hnefana.
En þótt skákguðinn stæði honum til hægri handar og
stjórnaði ieikjum hans, var þó kominn annar náungi upp
að vinstri hönd hans — Bakkus konungur. Talið er, að á
þessum árum hafi Aljechin stundum reykt 100 vindlinga á
dag og drukkið heila flösku af viski. Það þarf sterk bein
til þess að þola slíkt líferni, en meðfædd hreysti hans hélt
honum uppi enn um stund.
Svo kom einvigið við Max Euwe, hinn harðskeytta Hol-
lendlng, sem þó var ekki talinn jafnoki Aljechins hvað
skáksniili snerti. Langvarandi vinneyzla heimsmeistarans
mun þá hafa verið tekln að grafa undan skákstyrkleika hans
alllöngu áður en einvigið hófst, en úrslitum hefur þó eflaust
ráðlð, að þegar líða tók á einvígið og Aljechin taldl sér
sigur vísan — hann hlaut sex vlnninga af fyrstu níu skák-
unum — þá tók hann að slappa af og kneyfa sterka drykki
og tefldi jafnvel sumar skákirnar beint undir áhrifum áfeng-
is. Gekk þetta svo langt, að talið er, að Euwe hafi um skeið
ihugað það úrræði að hætta þátttöku i einviginu, fremur
en reyna að ná titlinum af hinum ölkæra heimsmelstara.
En nú urðu örlagarík þáttaskil f einviginu, þvi að fjórtán
skákum tefldum voru keppendur jafnir að vinningum. '
Euwe hafði þannig hlotið fjóra vinninga i fimm skákum I
röð! Mun Aljechln aldrei fyrr né siðar hafa hlotið slíka
útreið.
Aljechin náði sér þó nokkuð á strik aftur og haföi tv0
vinninga yfir að nitján skákum tefldum, vantaði aðeins 41/2
vinning til að halda titlinum. Euwe þurfti hins vegar að ná
7 vinningum til að fá hann. Reiknað i vinningum sýndist
Aljechin þannig aftur vera með pálmann i höndunum. Mun
honum því hafa þótt við hæfi að gera sér virkilega glaðan
dag, en gallinn var sá, að Bakkus reyndist honum ekki
hollur ráðgjafl við skákborðið. Tapaði hann næstu tveimur
skákum, og voru þá keppendur aftur jafnir (með 101/2 vinn-
ing hvor). Næstu þrjár skákir urðu jafntefli, en þá vann
Euwe aftur tvær ( röð. Þar með var [ rauninni útséð um
úrsllt einvigislns, og lokin urðu þau, að Euwe hlaut 1 SVá
vinning gegn 141/2.
Þótt fæstir munu þeirrar skoðunar, að Euwe hefði nokkru
slnnl unnið heimsmeistaraeinvigl gegn Aljechin, hefði sá
siðarnefndi stundað reglusamt lifernl meðan á einvfginu
stóð, þá er ástæðulaust að gera of lítið úr sigrl Euwes.
Hann var sjálfur algjör bindindismaður, og er því vafasamt,
að óregla Aljechins hafi að öllu leyti verið ávinningur tyrir
Euwe. Sjálfsagt hefur hún einnig farið nokkuð f taugarnar
á honum.
Hér kemur svo ein skákin úr þessu eftirminniiega eln-
vigi, sú 14. Vafalitið má telja, að þarna hafi Bakkus ráðið
byrjunarleikjum heimsmelstarans, sem hér stjórnar svörtu
mönnunum.
Hvítt: Euwe — Svart: Aljechin. — Griinfeldsvörn.
1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, d5 4. Bf4, Rh5 (Það er ekki
tímabært að eyða leik f þessi mannakaup. Betra er 4. • ■ •
Bg7 og síðan 0—0.) 5. Be5, f6 6. Bg3, Rxg3 7. hxg3, c6
8. e3, Bg7 9. Bd3 (Gallarnir við byrjunarkerfi Aljechins eru
augljósir. Opnun h-l(nunnar og leikurinn f6 hafa veikt mjög
vinstra fylkingararm hans. Euwe hótar nú þegar 10. Hxh7.
26