Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1973, Page 30

Æskan - 01.10.1973, Page 30
Prinsinn og þorpsstúlkan — ÞJÓÐSAGA FRÁ HÉRUÐUM INDÍÁNANNA í PERÚ — Prinsinn Paríacaca lifði fyrir mörgum öldum meðal Ink- anna í Perú. Hann lagði af stað í ferðalag út um ríki föður síns til að leita þeirrar stúlku, er væri verð þess að verða væntanleg drottning hans. Hann dulþjó sig sem gamlan mann og ferðaðist víða og lengi. En hvar sem hann fór reyndust allir bundnir af ágirnd sinni og aðeins hugsa um sinn hag, svo að enginn veitti honum né fátæklegum klæð- um hans athygli. En að síðustu lá leið hans niður bratta fjallshlíð og fram hjá stöðuvatni, sem vökvaði breiða sléttu neðan fjall- anna. Þar fann hann þorp og settist niður til að hvíla sig á markaðstorgi í miðju þorpinu. Hann leit kringum sig og sá þorpsbúa sitja að drykkju víða á torginu og enn sem fyrr beindi enginn athygli sinni að honum, sem virtist aumk- unarverður og aldurhniginn, auk þess að vera þreyttur og óhreinn, sitjandi í skugganum af tré einu. Skyndilega gekk fallegasta stúlkan í þorpinu fram hjá, og þegar hún sá ókunnan, gamlan mann sitja einmana þarna undir trénu, sagði hún: „Hvers vegna gefur enginn þessum vesalings gamla manni að drekka né veitir honum nokkra athygli?" Siðan gekk hún til gestsins, rétti honum skál með köld- um og svalandi drykk og sagði: „Gamli maður, drekktu þetta og njóttu svo friðar og hvfldar eftir hita dagsins.“ Prinsinn tók við skálinni, drakk úr henni og sagði: „Fagra mær, ég þakka þér. Þessi drykkur gæti hafa sett skil milli lífs og dauða fyrir mig, og hann kemur til með að gera það fyrir þig. Hlustaðu nú á, hvað ég segi, og gerðu eins og ég segi. Hræðileg örlög vofa yfir þessu þorpi. Safn- aðu fjölskyldu þinni saman strax í kvöld og þið skuluð fara til dalsins handan fjallanna. Þar munum við hittast aftur." Síðan reis hinn dulbúni prins á fætur, gekk hratt út úr þorpinu og enginn sá, hvert hann fór. En stúlkan flýttl sér heim, kallaði á alla meðlimi fjölskyldu sinnar og fékk þá af stað með sér strax um nóttina. Varla voru þau komin fram hjá stöðuvatninu við rætur fjallanna, þegar sþádómsorð þrinsins rættust. Þungi vatns- ins braut niður uppistöðuna, sem var framan við það, jarð- vegur, grjót og vatn, steyptist af stað með hrikalegum skriðuföllum, hreif allt þorpið með sér og færði það í kaf. Þegar stúlkan kom ásamt fjölskyldu slnni yfir í dalinn handan fjallanna, var þeim veitt húsaskjól hjá fólkinu þar, og vinnu fengu allir næga á ökrunum. En vlnnan reyndist mjög erfið, vegna þess að miklir þurrkar fóru í hönd, svo að nærri lá, að malsinn skrælnaði á ökrunum. Nú kom prinsinn og var enn í gervi gamals manns. Hann áttl leið þar hjá, er stúlkan sat grátandi hjá vatnsfötunni sinni, sem orðin var tóm. „Kæra stúlka," sagði prinsinn, „hvers vegna grætur þú? Segðu mér, hvað er að, og ég mun hjálpa þér. Ég óska einskis fremur en að sjá þig glaða.“ Hún svaraði: „Góði gamli maður, ég græt vegna þess, að maísuppskeran er í voða, því að kornið er að skrælna af vatnsskorti." Prinsinn sagði: „Þú gafst mér vatn, þegar ég var að dauða kominn af þorsta, og nú mun ég veita þér allt, sem þú þarínast. En þá verður þú að lofa því að giftast mér. Hún leit um stund á hann og sagði síðan: „Fólkið hér hjálpaði okkur, þegar við komum hér alls- laus eins og flakkarar. Ef þú getur fengið vatnið til að streyma aftur, svo að upþskerunni sé engin hætta búin framvegis, mun ég gefast þér, þrátt fyrir aldur þinn og þót* þú sért förubetlari í tilbót." Prinsinn brosti með sjálfum sér, en sagði ekki eitt einasta orð, fyrr en hann stóð á tindl fjallsins þar fyrir ofan, senri vatnið hafði áður verið. Þá kallaði hann til sín fugla him- insins og þau dýr á landi, er voru vinir hans, og sagði við þau: „Ég þarfnast hjálpar ykkar tll þess að vatn getl vökvaö akrana í héraði unnustu minnar um alla eilífð." Fuglarnir flugu samstundis af stað og komu aftur með efni í nýja stíflu, steina, möl, leir, sand og mold og báru allt I nefinu, hver eftir stærð sinni. Refurinn virtist vera ráðsnjallastur dýranna, og hann tók að sér að stjórna þeim við að grafa skurð frá hinum enda vatnsins og í sveig fyr'r enda fjallsins, svo að vatnið gæti runnið þangað, sem prinsinn vildi, að það rynni. Verkinu var nærri lokið, þegar akurhæna flaug ugp r®tl við nasir refsins. Hún gargaði ákaft, og við það vaknaði veiðieðli refsins, svo að hann gleymdi skyldum sínum sem verkstjóri en þaut af stað á eftir akurhænunni. Vatnið flóði því aðeins of snemma niður hlíðina. Snákurinn var valinn í skyndi til að stjórna verkinu i stað refsins. En hann reyndist vart nógu snjall til þess, svo að enn í dag rennur mikið af því niður hlíðina, þar sem akurhænan flaug upp. Samt rann nægilegt vatn til akranna, þar sem unnusta prinsins var að vinna, og enn í dag eru þar frjósömustu og auðugustu akrar í Perú. Að þessu loknu gekk prinsinn til stúlkunnar, og hun lagði hönd sína í hans. Hann kallaði: „Að síðustu hef ég fundið stúlku, sem er verð þess að vera drottning mím Vita skaltu nú, að ég er prinsinn Paríacaca." Þar með fleygði hann af sér dulargervinu og stóð nu fyrir framan hana ungur og fagur, glæsilegasti prinsinn i öllum löndum Inkanna. SigurSur Kristinsson þýddi úr ensku.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.