Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1973, Page 31

Æskan - 01.10.1973, Page 31
Frost var og kuldi úti, en litla haga- músin hafði engar áhyggjur af kuldan- um, því það var hlýtt og notalegt f litia bústaðnum hennar, sem hún hafði graf- ið langt inn í jörðina um haustið. Hún hafði nógan vetrarforða af korni, rótum, lúsamuðlingum og öðru því, sem haga- músinni þykir mesta sælgæti. En þó lá ekki eins vel á litlu músinni og vænta mátti. Hún hafði sem sé heyrt, að einhvers staðar væri til stór bær, þar sem væri til mikið af alls kon- ar matföngum í búrum og kjöllurum, og á sumrin flytti fólkið í sumarbústaði úti í sveit. — En hvað ertu nú að hugsa um þetta? sagði móðir hagamúsarinnar, — við höfum hér nógan vetrarforða af ýmislegu sælgæti, og okkur hefur liðið vel hér, eða heldur þú, að okkur liði betur i einhverjum sumarbústað? Og þegar hagamúsin hélt áfram að vera óánægð, sagði gamla músin, að bezt væri að senda hana til moldvörp- unnar og láta hana læra að vinna, en það vildi hagamúsin ekki, því hún var hrædd við moldvörpuna. Litla músin sagði því ekki meira, en allan veturinn var hún að hugsa um sumarbústaðinn, og um vorið fór hún strax að leita sér að sumarbústað, en þarna í haganum var hvergi hægt að finna hann. Að lokum fann músin þó stærðar gorkúlu, sem henni leizt prýðis- vel á. Hún holaði hana að innan og bjó þar vel um sig, en hinar hagamýsnar gerðu gys að henni, en hún lét sem hún heyrði það ekki. Svo var það eitt kvöld- ið, að fín og uppstrokin mús kom gang- andi heim að sumarbústaðnum. — Gott kvöld, sagði fína músin,— átt þú heima hér? Hagamúsin sagði, að svo væri, og var öll á lofti yfir heimsókninni. — Einmitt það, sagði fína músin, — ég heiti húsamús og er að leita mér að sumarbústað. Hagamúsin varð mjög glöð og sagði, hver hún væri og bauð húsamúsinni að flytja til sín í sumarbústaðinn, og eftir nokkra athugun þáði fína músin boðið þakksamlega. Hagamúsin færði henni allt það bezta sem hún átti til að borða, og húsamús- in fræddi hana í staðinn um heimili sitt inni í bænum, og hagamúsin hlust- aði með athygli. — Bezti staðurinn i öllu húsinu er Hagamúsin og húsamúsin búrið, sagði húsamúsin. — Uppi við loftið hanga bjúgu og pylsur, og á hill- unum liggja ostar, smjör og kökur, og þar eru svo stór mjólkurföt, að ég get synt í þeim, ef mig langar til. Hagamúsin varð mjög undrandi að heyra allt þetta og sagði, að sig langaði mikið til að heimsækja húsamúsina og sjá allt þetta, og húsamúsin sagði, að hún værl hjartanlega velkomin heim til sín hvenær sem væri, og þeim kom saman um að verða samferða, af því hagamúsin rataði ekki svona langa leið. Þær lögðu af stað, en þegar þær nálguðust bæinn, varð hagamúsin mjög hrædd, svo að hún þorði varla að fylgj- ast með hinni músinni, og hún varð sannarlega glöð, þegar húsamúsin skauzt inn í holu og sagði um leið: — Nú erum við komnar heim. Þær fóru eftir löngum gangi og komu loks inn i búrið, og þar var nú gaman að vera; ilmandi lykt af steiktu fleskl lagði í nefið á hagamúsinni, en því mið- ur var það á svo hárri hillu, að hún náðl ekki í það, heldur varð að láta sér nægja að borða köku, sem lá á gólfinu. — Viltu ekki fá þér rjóma að drekka? sagði húsamúsin, og af því að hagamús- in var orðin þyrst, þáði hún boðið, en hún varaði sig ekki á því, að barmurinn á fatinu var háll, svo að hún steyptist á höfuðið niður í fatið og hefði víst drukknað, ef hin músin hefði ekki hjálp- að henni upp úr. — Þú verður að læra að fara var- lega, sagði húsamúsin, meðan hún var að sleikja rjómann af hennl, — en viltu ekki fá þér bita af ostinum þarna? Hagamúsin ætlaði að fara að gæða sér á ostinum, en í sama bili heyrði hún hvæs og urr. — Hvað er þetta? sagði hún og kom um leið auga á tvö gulgræn Ijós skammt frá sér. — Það er kötturlnn! hrópaði húsa- músin og tók til fótanna í holu sína. Hagamúsin vissi ekki, hvernig hún komst í holuna, hún hljóp í sprettinum fram hjá vinu sinni, og alla nóttlna hljóp hún þar til hún kom í gamla og góða bústaðinn sinn. Þar var hvorki hættulegt mjólkurfat, sem hægt var að drukkna í, né Ijótir kettir, sem ætluðu að gleypa lltlar hagamýs. Þar var allt svo rólegt, vistlegt og gott — elns og það hafði alltaf verið.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.