Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Síða 37

Æskan - 01.10.1973, Síða 37
Ævintýraeyjan Til ritstjóra ÆSKUNNAR. Sendi ySur þessar myndir og texta me3 þeim, ef þér kærðuS ySur um aS birta eitthvaS af þessu í blaSinu viS tækifæri. Ég er alinn upp í ViSey, á „StöSinni" og minnist þeirra ára sem mestu hamingjudaga i iífinu, enda var frjálsræSiS mikiS. Mér hefur hrosiS hug- ur viS, þegar ég hef heyrt aS reisa ættj jafnvel oliustöS i ViSey eSa verk- smiSju, og þaS sem verst er, nýtt snobbhverfi. Þetta er því kannski bland- aS áróSursfræi, sem ég er aS reyna aS sá meS þessu i æskuna. MeS kærri kveSju og þakklæti fyrir gott og skemmtilegt blaS. Ásgrímur St. Björnsson. Einu sinni voru tveir litlir strákar í Reykjavík. Þeir heita Ásl og Geir og eru orðnir miklu stærri núna. Þá lang- aði svo mikið yfir sundið og út í Viðey. Einn dag í afar góðu veðri stóðust þeir ekki mátið lengur og fengu lánaðan bát í Vatnagörðum og lögðu af stað ró- andi yfir sundið. Á leiðinni lögðu þeir inn árar og renndu ifyrir fisk. Ekki leið á löngu þar til þeir voru búnir að draga nógu marga í soðið bæði fyrir mömmu, ömmu og kisu. Þeir héldu því áfram ferðinni, og þegar þeir komu til fyrirheitna landsins, voru þeir orðnir hressingarþurfi og fengu sér því sæti á tröppunum við húsgrunn á „Stöðinni", en það kall- aðist suðurendi eyjarinnar, þar sem fiskiþorpið var áður. Þaðan héldu þeir svo áfram rann- sóknarferð sinni um eyjuna. Tíndu skelj- ar í fjöru, skoðuðu hreiður í móa, hella í hólum og klettum og gleymdu sér alveg í þessari litlu paradis við Sundin. Karlinn, sem sá til með þeim úr hæfilegri fjarlægð, hreifst engu minna en þeir af þessu öllu saman, og fannst strákarnir vera eins og hluti af allri dýrðinni, en ekki drottnarar hennar. Þannig fannst honum einnig að hægt væri að gefa börnum á öllum aldri tækifæri til að kynnast lífinu og náttúr- unni óspilltri eins og hún ennþá er í Viðey. Leyfa þeim á sem frumstæðast- an hátt án allra nútíma leiktækja að njóta lífsins og byggja sér uþp tilveru með árabáti og róðri, heyskap með orfi og hrífu, umgengni og umhirðu íslenzkra húsdýra, aðhlynningu gróðurs og varps og varðveizlu góðra siða og venja. Til alls þessa höfum við möguleika, ef viljinn og skilningurinn er hafður með í ráðum. Á. S. B. Barnablaðið ÆSKAN hefur nú flutt í eigið húsnæði að Laugavegi 56 með alla sína starfsemi: bóka- verzlun, skrifstofur, ritstjórn og afgreiðslu. Verið öll velkomin í hið nýja Æskuhús.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.