Æskan - 01.10.1973, Side 44
MARGT BÝR í SJÓNUM
í annál frá árinu 1531 segir svo: I Garði rak um sumarið
skrimsl eitt af sjó. Það var með fjórum fótum i mynd sem
af hesti, bolurinn sem á löngu með loðnari mön á bakinu.
Kjaftur og höfuð sem á hákarli. Rak á land lifandi. Var f
fjörunni þar til flæddi að aftur, en um fjöruna lá það ekki,
heldur síkvikandi, en um kvöldið tók það út aftur og sást
ekki meir. Viku seinna forgekk þar skip.
Sagnir eru einnig til um það, að vart hafi orðið við
sæmenn eða hafmenn, sem stundum voru kallaðir mar-
bendlar. Þótti sjómönnum það ekki vita á gott, ef marbend-
ill settist á árarblaðið hjá þeim.
Það Þar til árið 1840, að hákarlaskúta ein lá á Eskifirði.
Hét hún Eiríkur. Eitt sinn í góðu veðri sáu skipsmenn þeir,
sem uppi voru á dekki, að einhver skepna, helzt í manns-
mynd, sat á sjónum skammt frá skipinu. Marbendill þessi
virtist hárlaus og var líkast þvi að sjá í bláhvíta hvelju,
þegar horft var á koll hans. Skipstjóri bannaði mönnum
sínum að glettast nokkuð við hann, en sjálfur kastaði hann
til marbendilsins einum fiski, sem hann virtist taka við.
Þá kastaði skipstjóri næst til hans vettlingi kútrónum og
virtist þá mönnum sem hafmaðurinn hneigði sig, en stuttu
seinna stakk hann sér i hafdjúpið og sást ekki meir í Þa®
sinn. Þessi skúta fórst þetta sama vor.
Skák
Siðasta skákdæmi var ef til
vill heldur torskilið, því að
meiri liluti af innsendum lausn-
um var rangur. Hér kemur nýtt
dæmi, sem er léttara, en getur
þó vafizt fyrir mörgum. Menn-
irnir á borðinu eru aðeins fjór-
ir: Hvítt: Kf5 og Db5 — Svart:
Kh5 og peð á f6.
Hvitur á leik og getur mátað
í öðrum leik, en munið nú eftir
að leita vel eftir öilum undan-
komuleiðum svarta kóngsins,
sem raunar eru í þessu tilviki
aðeins tvær. Ef þið lireyfið
hvita kónginn i fyrsta leik,
verða þær auðvitað flciri. -—
Ef þið sendið svör, þá gerið ])að
fyrir 15. október og merkið um-
slagið með orðinu SKÁK. —
Ein verðlaun verða veitt þeim
heppna.
Athugið, að hvita borðið er
að neðan, en það svarta að
ofan. Bæði hvitur og svartur
hafa livítan hornreit sér til
hægri handar, en það er ávallt
reglan, þegar mönnunum er
raðað upp. Svarti reiturinn A1
er því til vinstri handar hjá
hvitum, en svarti reiturinn h8
til vinstri hjá svörtum. Nokkr-
ir hlupu á sig i þcssu efni, þeg-
ar þeir glímdu við siðasta
dæmi, höfðu með öðrum orðum
endaskipti á hlutunum. — Að
lokum má geta þess, að all-
mörg svör bárust frá stúlkum
við síðasta dæmi, og er það
ánægjuiegt, að skáklistin skuli
eiga þó nokkur itök i þeim, ekki
síður en drengjunum.
TÓNLISTARTRÍÓ ÞRIGGJA SYSTRA
Qf
Fiðluleikari, píanóleikari og sellóleikari — þannig
skipað hið klassiska tríó Nakipbekovsystranna, sem
ættaðar frá Kazakhstan. ^
Elzta systirin, Elvíra, sem er 21 árs, leikur á fiðlu.
er nemandi á fjórða ári við Tónlistarháskóiann I M°skVnj
Elvíra vann árið 1972 verðlaun í Niccolo Paganini-l<eP^
fiðluleikara í Genúa á italíu. Auk námsins tekur ^un
þátt í almennum tónleikum, bæði sem einleikari og
hljómsveit. Qg
Önnur systirin, Eleonora, er nemandi á þriðja ári. g
eldri systir hennar er hún kunn fyrir næma tilfinningú
fyrir samleik. Hún leikur einnig einleik. ^
Yngsta systirin, Alfia, leikur á selló. Hún er nýnemi
Tónlistarháskólann. ^
Systurnar eru nýkomnar frá Belgrad, þar sem Þ®r ,
þátt í erfiðri keppni trióa í alþjóðlegri keppni ungs
listarfólks. Á tónleikaskrá þeirra voru verk eftir
Beethoven, Brahms og Sjostakovitsj. Hlutu þser Pe'
viðurkenningu.
APN
42