Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 48

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 48
^gfeáll litll lék sér oft með stóru krökkunum, þau sögðu honum ýmislegt, sem hann hafði gaman af. Þau sögðu Páli frá því, sem gerð- ist I sunnudagaskólanum. En I þann skóla fóru börnin einu sinni í viku. Páll hafði beðið foreldra sína um leyfl til þess að sækja sunnudagaskól- ann. En þeim þótti hann of ungur til þess og litill. Elnn sunnudag sóttl litli drengurinn þetta mál svo fast, að for- eldrarnir létu undan og sögðu, að hann mættl fara að þessu slnni. Varð Páll harla glaður. Er í skólann kom, talaði kennslu- konan um áttunda boðorðið, er hljóð- aði þannig: „Þú skalt ekki stela." Páll litli vissi ekki, hvað þjófnaður var. Kennslukonan útskýrði þetta mál. Hún sagðl frá þvi, að litlu hefði munað, að hún tæki sykur úr sykurskál án leyfis, er hún var litil stelpa. Hún kvaðst hafa beðið og sagt: „Elgi leið þú oss ( freistni.“ Og þá gat hún hætt við sykur- stuldinn. Þá skildi Páll, að það að stela var að taka eitthvað í leyfisleysi. Drengnum þótti það skrítið, að kennslukonunnl skyldi hafa komið til hugar að stela sykri. Þvilikt hafði hon- um aldrei dottið i hug. En þó virtlst honum þetta ekki verulega Ijótt. Kennslukonan sagði ennfremur, að sá eða sú, sem félli fyrir þeirri freistlngu að stela sykri, ætti að biðja guð fyrlr- gefningar og segja: „Fyrirgef oss vorar skuldir." Þegar Páll litli kom helm, voru for- eldrar hans ekki heima. Anna var önn- um kafin I eldhúsinu og drengurinn eft- Irlitslaus. Á borðstofuborðinu stóðu tómir kaffibollar og hér um bil fullt ker af sykri. Það var fina silfurskálin, og loklaus. Páll fór að hugsa um frásögn kennslu- konunnar. Var óeðlilegt, að hann lang- aði i sykur elns og hana? Hann beindl sjónum sinum í aðrar áttir en þá, sem skálin var. En hann gat ekki látið hjá liða að gjóta augum til hennar. Skálin hafði seiðmögnuð áhrif á drenglnn. Hvað sagði kennslukonan um þetta mál? Páll reyndi að muna það. Hvernig átti að haga sér gagnvart þessarl freistingu? Jú, nú mundi hann það. Það átti að segja: „Eigl leið þú oss I freistni." „Eigl leið þú oss ( freistni," tautaði Páll. En það virtist ekki ætla að vera Þú skalt ekki stela trygg vörn. Hann ákvað að taka einn sykurmola tll þess að vita, hve góður sykurinn værl. Kennslukonan hafði lýst því, hve góður henni hefði þótt sykur, þegar hún var barn. Páll tók mola og saug hann. Sykur- Inn var góður, engum efa var það undir- orpið. Hann át molann. En svo minntist hann þess, að þetta var talið Ijótt, og flýttl sér að segja: „Fyrirgef oss vorar skuldir." Honum létti, þegar er hann hafði beðið um fyrirgefningu. Hann var þá I raun og veru laus allra mála, hafði bætt fyrlr brot sitt. Fyrirgefnlngin hafði verið veitt samstundis. Freistingin var ekki vikin frá Páli að þessu sinni. Það er verst við freistingar, að þær koma aftur og aftur þó að taklst að bægja þeim frá um hríð. Skálin stóð á sama stað. Páll hafði hana alltaf fyrir augunum. Hann glápti á skálina. ( henni voru margir sykurmol- ar girnilegir á að lita. „Leið oss ekkl [ freistni," sagði drengurinn. En hann var ekki nógu sterkur á freistlngasvellinu. Hann tók annan mola. Hafði yfir fyrirgefningar- bænina, tók sér hvíld, horfði á skálina, tók annan mola, og svo koll af kolli. Sykurinn var góður, og það var hægt að fá fyrrigefningu jafnóðum og nýtt Skotasögur Maclntosch var teklnn fastur fyrir vixiifölsun.. Þegar hann var baðaður, eins og gert var við fanga, spurði fanga* vörðurinn: — Heyrið mig, Maclntosch! Hvað er eiginlega langt síðan þér fóruð I bað? — Ég hef aldrei setlð inni fyrr, svar- aði Maclntosch. Betlari barði að dyrum húss eins i Skotlandi og sagði við frúna, sem opn' aði: — Kæra frú, getið þér ekki liðsinnt mér? Ég hef misst hægri fótinn. — Nei, hann er ekki hér, svaraði fru- in og lokaði hurðinni. — Hvernlg getur þér dottið í húð’ sagði Skotlnn við konu sína, að kaupa tvo happdrættismiða, þegar aðalvlnn- ingurinn er ekki nema elnn! Skoti nokkur keypti á uppboði flibba, sem tveimur númerum of lítill. Hann fór strax að megra sig. Skoti nokkur er að læra bllndrastaf- rófið til þess að geta lesið ( myrkrl. I blaði einu í Skotlandi kom sú fféN’ að við austurströndina hefði veiðzt síld með shilling í maganum. Daginn eftir stóð svohljóðandl fyrir' sögn í sama blaði: „Allur skozki fiskveiðiflotinn lagður af stað til austurstrandarinnar.“ brot var framið. Páll hafðl því lítlð sam- vizkubit. Að lokum gerðist Páll litli syfjaðuf- Hann hafði næstum lokið við að éta sykurinn úr stóru, finu skálinni. Sýl<ur hefur nefnilega þann eiginleika, menn sofa betur, ef þeir neyta miklls af honum. Páll skreið upp í legubekkinn, lað®' slg út af og steinsofnaði. Ekki er ÞesS getið, hvað hann dreymdi. Það hefur að likindum ekki verið merkilegt. Þegar faðir hans og móðir komu heim, svaf Páll á legubekknum með Þvl nær tóma sykurskálina vlð hlið sér. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.