Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 49

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 49
VI BLÁSKJÁR I------------------------------------------------------------------- „En hvað er þetta!" hrópaði Valter. „Þetta eru ekki þeir, þetta eru ríðand/ menn! Þetta er málrómurinn hans pabba míns. Hann er að leita að mér. Pabbi, ég er hérna! Hjálp! Hjálp!" ,,Guð minn góður! Þetta er málrómurinn hans,“ heyrðu þau einhvern segja. Svo brakaði í trjánum skammt frá þeim, og þau heyrðu jódyn mikinn og sáu marga menn þeysa fram á milli trjánna. Börnin spruttu upp og hlupu fagnandi móti lífgjöfum sínum. En þau komust ekki til þeirra. Ekki höfðu þau hlaupið mörg skref, þegar þau heyrðu blót og formælingar flökkumannanna fast hjá sér, og þeir gripu þau og héldu þeim föstum. „Nú erum við búnir að ná þeim,“ hrópaði Eiríkur svarti hróðug- ur, um leið og hann greip Valter litla hörðu taki. „Nú snúum við við í flýti, slökkvum biysin, og svo geta þeir reynt að ná okkur!" Börnin hljóðuðu af hræðslu, og Valter litll hrópaði i anglst sinni: „Pabbi minn! Pabbi minn! Hjálpaðu mér.“ Svarti Eiríkur barði barnið með krepptum hnefanum og skipaði honum að þegja. Hinir höfðu heyrt til hans, og nú reið allur flokk- urinn, með föður drengsins I fararbroddi, allt hvað af tók á hljóðið. Blysin lýstu fyrir þeim, svo að þeir sáu flökkumannahóp- inn rétt fram undan sér og létu nú höggin dynja á þeim, hvar sem þeir komust að. „Fari það nú allt norður og niður,“ öskraði svarti Eirikur, sem nú sá, að hann gat ekkert framar gert,- „En lifandi skuluð þið aldrei fá drenginn." Og áður en greifinn, sem með brugðnu sverði þusti að hinum óða manni, gæti komið í veg fyrir það, hafði Eirikur hrifsað hníf úr belti sínu, reitt hann á loft og ætlaði nú að reka hann í brjóst varnarlausa drengsins. En Bláskjár litli hafði rifið sig lausan í fátinu, sem á ræningjana kom, og fleygði sér nú milli vinar síns og hnífsins, svo að hann lenti á kaf í öxl hans. Drengurinn rak upp lágt hljóð og hneig svo til jarðar. í næsta augnabliki reið sverð greifans í höfuð svarta Eiríki, og ræningjahöfðinginn féll og litaði jörðina blóði sínu. Þegar höfðinginn var fallinn, fór hina að þrjóta vörnin. Þelr, sem ekki voru þegar fallnir fyrir spjótum greifans og manna hans, lögðu niður vopnin og beiddust vægðar. Voru þeir nú búndnir, og aliur skarinn sneri heim til hallarinnar. Faðirinn, sem réð sér ekki fyrir gleði, reiddi son sinn fyrir framan sig og hlustaði nú með innilegri hluttekningu á sögu hans um allt, sem fyrir hann hafði borið, síðan ræningjarnir tóku hann í hallargarðinum. Ella reið við hlið hans, og aumingja litli Bláskjár var borinn á börum, sem í flýti höfðu verið fléttaðar úr trjágreinum. Framhald. "■ ■ ■ ....................... ■ — ----------------------- bláskjAr 10. Bláskjár Eftir FRANZ HOFFMANN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.