Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 54
Sögur Munchausens baróns
f
ii>4
. ,v-r.V^\C'
• - -nn^V
Wi
\
-■ *' -***~*—
iíAJS
VF*
Sagan af
birninum og úlfinum
Hvað segirðu til að mynda um þetta? Ég var búinn að
eyða í pólskum skógi bæði púðrinu og deginum og var nú
á heimleið. Sé ég þá hvar kemur á flugferð ógurlegur björn
gapandi og stefnir beint á mig. Ég leitaði í ofboði í öllum
vösum mínum að púðri og höglum, en allt var tómt. Ég
fann þar aðeins tvær tinnusteinsvölur og sendi ég aðra af
öllu afli I opinn kjaftinn og ofan I björninn. Hann fann illi-
lega til og sneri sér við, og fékk ég við það tíma til að senda
honum hinn tinnumolann, og hann gerði ekki lítið að verk-
um: hann flaug sömu leið og hinn og skall á honum niðri
I maganum á birninum og kveikti þar eld, svo að björninn
sprengdist sundur með ógurlegum hvelli. Ég slapp nú lif-
andi frá þessu I það sinn, en ekki langaði mig til að kom-
ast í það aftur að ganga á móti björnum og hafa ekki önn-
ur skotfæri en þetta.
En það er líkast því sem þetta væru forlög mín. Ég
varð oftast fyrir ólmustu dýrunum og háskalegustu, þegar
ég var verjulaus, eins og þau hefðu grun um það eða
fyndu það á sér. Svona réðst óttalegur úlfur svo snögg-
lega á mig og komst svo fast að mér, að mér varð það eitt
fyrir að reka hnefann inn í galopinn trantinn á honum. Til
þess að vera viss, herti ég á og ýtti á eftir, þar til allur
handleggurinn var kominn ofan I hann upp að öxl. Em
hvernig átti ég svo að losa mig? Mér þótti ég ekkert vel
staddur I þessari klípu, að horfast þarna í augu við úlf;
og það voru engin ástaraugu, sem við renndum þar hvor til
annars. Drægi ég að mér handiegginn, var hann vís með að
rjúka á mig enn þá vitlausari en áður, því að augun tindr-
uðu I honum. Það er stytzt af að segja, að ég tók með
hendinni í rófuna á honum og sneri honum við að endi-
löngu eins og vettlingi, slengdi honum niður og lét hann
liggja þar eftir.
Sagan af
gæðingi barónsins
Ég var staddur á hinu prýðilega höfðingjasetri Przóbos*
skýs greifa I Lítúaníu og sat að tedrykkju í sparistofunm,
en karlmennirnir voru úti í garðinum að skoða ungan kýn'
bótafola nýkominn úr stóði. Allt I einu heyrðum við neyðar-
óp að utan; ég flýtti mér ofan og sá þá, að folinn var svo
stríðólmur, að enginn maður þorði að taka hann eða fara
á bak honum; æfðustu og slyngustu hestamenn stóðu Þar
ráðalausir og steinhissa. Hugsýkin skein þa? út úr hverjum
manni.
Ég henti mér þá í einu stökki á bak folanum, að honum
óvörum, og gerði hann I einum svip svo þægan eins og
lamb og lússpakan og tók þar á allri tamningasnilld minn1’
Ég vildi sýna þetta kvenfólkinu og taka frá því allan ótta,
og neyddi því hestfnn til að hlaupa með mig inn um glugS'
ann inn í stofuna til þeirra, og fór þar i hring um stofun3
hvað eftir annað á valhoppi, stökki og klyfjagangi, og
síðustu hleypti ég honum upp á teborðið og lét hann fara
þar allan sama ganginn i smáhringum, og var það frúnum
52