Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 55

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 55
og meyjunum hin bezta skemmtun, því að allt fórst honum Það svo snilldarlega, að ekki braut hann eina undirskál. Og svo mjög óx ég I áliti hjá þeim við þetta, og hjá hinum göfuga greifa, að hann bað mig, með hinni vanalegu rausn sinnl, að þlggja þennan unga hest af sér og ríða honum á harða spretti til sigurs og sæmdar móti Tyrkjanum I leið- angri þeim, sem verið var að gera út undir forustu Múniks greifa. Ég stýrði riddarasveit og var í ýmsum förum, þar sem ég réð einn öllu, og þá sigursæld, sem aldrei sveik okkur þar, er mér óhætt að þakka mér einum að öllu leyti og afdráttarlaust, og þeim djarfhuga drengjum, sem ég ■eiddi þar til sigurs og sæmdar. Og þá volgnaði okkur þar duglega í fylkingarbroddi, þegar við rákum Tyrki inn I Oczakov. Ég átti það því að þakka, hve hleypinn lítúanski klárinn sninn var, að ég varð þar fremstur og rak flóttann. Ég sá nú óvini vora vera að flýja út um hitt borgarhliðið gagnvart okkur og þótti mér því hyggilegast að staðnæmast þar á baejartorginu og blása þar saman liði mínu. Ég staldraði svo þar, en menn munu geta skilið, að mér brá í brún, Þegar ég sá þar engan hjá mér af riddurum mínum. Skyldu Þeir sækja í aðrar götur, eða hvar gætu þeir verið? Langt I burtu gátu þeir ekki verið, og hlutu ugglaust að ná mér þá og þegar. Ég hleypti því másandi klárnum inn á torgið °g lofaði honum að drekka. Hann þambaði óvanalega mikið og með þeirri græðgi, sem aldrei ætlaði að slokkna, en var þó mjög eðlileg, því að þegar ég Ieit aftur til að gá að mönnum mínum, sá ég, að afturhluti hestaumingjans var burtu, lend og læri, eins og hann hefði verið höggvinn í tvennt, svo að vatnið rann jafngott aftur úr honum, eins og það kom inn, án þess að svala honum eða gagna. Mér var alveg óskiljanlegt, hvernig það hafði að borið, þangað til ég kom aftur á honum að hliðinu. ( þvl var þung fall- hurð með hvössum járngöddum niður úr, sem látin var falla niður allt I einu, til að verja óvinum inngöngu, svo sem gert er I mörgum víggirtum borgum. Þarna hafði ég ruðzt inn innan um flóttamennina, og nú sá ég, að bákninu hafði verið hleypt niður án þess ég tæki eftir, og það hafðl skellt af hestinum afturhlutann, og lá hann þar enn þá volgur utan við hliðið. Þarna hefði ég nú beðið óbætanlegt tjón, ef dýralækninum okkar hefði ekki tekizt að smella bútunum saman meðan allt var volgt. Hann saumaði þá saman með limöngum af lárviði, sem þar spratt við hliðið. Sárið greri að fullu, og þar gerðist annað, sem ekki gat að borið, nema á slíku ágætishrossi: lárviðurinn skaut rótum I holdi hests- ins, óx upp og varð eins og laufskáli yfir mér, svo að ég gat setið eftir það I mörgum herförum I verndarskjóli lár- viðar míns og klársins. Næst koma tvö ævintýri: SAGAN AF TUNGLINU OG TYRKNESKU BAUNINNI og FROSNI LÚÐURHLJÓMURINN. Þú kllppir úr þunnum pappa fisk, sem er eins f laginu og fiskurinn, sem Þú sérð hérna á myndinni. Inn í miðjan fisklnn klippir þú mjóa rifu aftanfrá og i endanum á henni er kringlótt gat. Svo löðrar þú fiskinn í feiti eða olíu og læt- ur hann ofan I þvottaskál, hálffulla af vatnl. Og ef þlð dreypið nú einum eða tveimur dropum af lýsi varlega I gatið á fisklnum, þá fer hann að synda, alveg eins og þlð hefðuð sett olfuhreyfll I hann. Skýringin á þessu er sú, að lýsið reynir að dreifa úr sér, þegar það kem- ur f vatnið, en um leið þrýstir það á pappann, og við það þýtur fiskurinn áfram. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.