Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 60
BJARNARKLO
Teikningar: Jon Skarprud
1. Drengirnir eru báðir mjög sorgbitnir yfir því að missa bátinn. Og hvernig gátu þeir nú komizt til lands á ný? Þetta var svo
langt, að þeir mundu ekki geta synt alla leið. Og svo gat margt komið fyrir mömmu, ef þeir voru lengi fjarverandi. — 2. Þá
dettur Bjarnarkló allt í einu í hug, að þeir geti tekið maga selanna, hreinsað þá og blásið þá upp. Á þann hátt geti þeir búið
sér út sundmaga, eins og hann hafði séð, að fiskarnir höfðu. Ef þeir festa á sig slíka poka, gera þeir ráð fyrir að geta komW
til lands. — 3. Vala situr úti á tanganum og keppist við að ríða net. Bara að drengjunum hennar tækist nú að ná í sel, svo að
þau fengju skinnin. En hvað var eiginlega orðið af drengjunum? Hún horfir eftir þeim og bátnum langt fram eftir bjartri sum-
arnóttinni. — 4. Allt í einu kemur hún auga á tvo dökka díla á spegilsléttum sjávarfletinum. Hún heldur fyrst, að þetta séu
bara selir á sveimi. En þegar þessir dílar eru komnlr næstum því upp að ströndinni, sér hún, að það eru drengirnir hennar,
sem koma syndandi utan af firði. — 5. Bjarnarkló klifraði strax upp á klettinn og elnblíndi i þá átt, sem bátinn hans hafði
borið. En hann var hvergi sjáanlegur. Tinnuöxin hans góða var lika ( bátnum. Úr þeim tinnumola, sem eftir var, gaetl hapn
aldrei smíðað siika öxl. — 6. Bjarnarkló varð æ órólegri. Og loks héldu honum engin bönd. Mamma setur þurrkað bjarnarkj
og stykkl af steiktum laxi í pokann, sem hún bjó til úr maga bjarnarins. Bjarnarkló fleyglr pokanum um öxl og hverfur á o
við klettana. — 7. Mamma og Oddur þurfa lengi að bíða eftir Bjarnarkló. Og Oddur verður leiður á að sulla í víklnni og
stinga fiska. Þá dettur honum allt í einu í hug að búa til fleka með þvi að reyra saman þurra stofna með rótum og þurruh1
trjágrelnum. Kannski hann gæti komizt þannig út í eyna og sótt eitthvað af öllu góðgætinu, sem þeir geymdu þar? '
Þegar Bjarnarkló gengur meðfram ströndinni og leitar að þátnum, tekur hann allt I einu eftir elnhverjum þrúnum, gagns®!