Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 62

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 62
r MÝSNAR OG SKIPIÐ Skip nokkurt hraktist til og frá i ósjó, en loksins strandaði það við eyði- ey og gliðnaði i sundur. Skipverjar kom- ust samt allir lífs af og björguðust í land, og vildi svo til, að mús nokkur ung gat skotizt með þeim upp á eyna. Trítlaði hún þar fram og aftur og vissi ekki, hvað hún átti að gera af sér. Mús nokkur, sem heima átti þar i eynni, sá hana, hljóp til hennar og mælti: „Hvar átt þú heima í landinu, systir sæl? Ég man ekki til, að ég hafi séð þig áður." „Ég er ekki hér upp runnin," svaraði aðkomumúsin, „ég er komin úr skipinu, sem þú sérð þarna niðri i fjörunni." „Skipinu! Ég skil ekki, við hvað þú átt.“ Þá komu þar að fleiri mýs og spurðu aðkomumúsina í þaula: „Hvaðan ertu? Hvert ertu að fara? Hvað heitirðu?" „Ég er komin úr skipinu." „Skipinu? Áttu við stóru skepnuna, sem hér er komin á land?" — „Það er víst hvaiur," sagði ein grá mús. — „Nei,“ sagði önnur, „það er stóreflis fugl, sérðu ekki vængina og svo líka nefið? Það eru víst ungarnir hans, sem koma þarna út úr honum, en þeim eru ekki vaxnir vængirnir enn. Æ, segðu okkur nú frá þessu öllu, systir góð!“ „Blessaðar verið þið,“ svaraði mús- in, „ég er jafnfróð um þetta og þið sjálfar. Ég er borin og barnfædd í skip- inu, og þar hef ég alið alian minn aldur og þaðan er ég komin; það er öll mín saga. Nei, eftir á að hyggja, því get ég við bætt, að einhver stór og við- bjóðsleg skepna, sem þeir á skipinu kalla kött, hefur étið foreldra mína báða og öll systkini mín, svo ég ein lifi eftir. En spyrjið mig nú ekki frekara, gefið mér heldur eitthvað að éta, því ég er hálfdauð úr hungrl.1' „Auma ævin er það, sem þú hefur átt, vesalingur!" sagði ein gömul mús; „komdu nú, tetrið mitt, og fylgztu með okkur í skóginn, þar sem við eigum heima. Þar skuium við vinna saman, og muntu víst verða þörf mús í okkar fé- lagi; það er gott, að þú ert komin íil I okkar, því nú getur þú byrjað nýtt lif og lifað ánægjulega daga." L GÁFNAPRÓF Pabbi er að fara i verzlunarferð. Hann hefur með sér tvær töskur, en þær eru þungar, og það er 4 kílómetra leið á járnbrautarstöðina, svo að drengirnir hans tveir bjóðast til að hjálpa honum að bera töskurnar. Þeir segjast vera eins sterkir og pabbi þeirra, og hann tekur þá á orðinu og skiptir ieiðinni þannig á milli þeirra, að þeir bera jafnt ailir þrir. Þegar þeir fóru af stað, báru dreng- irnir hvor sina tösku. Getið þið fundið, hvernig leiðinni var skipt á milli þeirra? •jeuuuesiai jea jpja ujas gecj eun>|SOi jeq 60 g|A sueq J|QOjq >|Oi ec) ue 'ui>| n>|SOt eujs jeq uuunöuajp uu|H uu|ge)s e gie| e||e eueq jeq ujes 'iunuis Jngoj oas eueq >)>jaj 60 uj>j c/u jsjAj eun>|sgj jeq uuunöuajp jeuuy ONINQVU SPAKMÆLI 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Talaðu aldrei ilia um náunga Þ>nn’ ef þú ert ekki viss um, að það se einber sannleikur; og vitir þú með vissu, að það sé sannleikur, Þa spyr þú sjálfan þig fyrst, hvers vegna þú segir frá þvi. Ef allir vissu, hvað menn segja hverir um aðra, væru naumast nokkrir vinir til í heiminum. Hagaðu orðum þínum um þann, sem ekki heyrir til þin, ávallt eins og hann sé áheyrandi þinn. Baknagið og smjaðrið eru upp' eldissystkini, og lýgin er amma þeirra. Bindindi er sparisjóður, sem menn leggja aura sína inn í og taka kron- ur út í staðinn. Sparneytni og bindindi lengja li,ið- Varastu bóklestur um nætur, þú vilt halda heilsu þinni og skiln ingi. Hvaða gagn gerir námsbókin þeim. sem vantar vit og vilja til að fa®ra sér í nyt lærdóm hennar? ^ða hvaða gagn gerir spegillinn blinð um manni? Verk sögunnar er að finna i ðók unum, en lykiiinn að þeim er a finna i hjarta mannsins. Það er gagnslítið að gefa mönn um reglur fyrir því, hvað þeir e,g að lesa eða láta ólesið, Þvi a meira en helmingurinn af nútíma menningu á rætur sínar í Þvi' selTI menn ættu ekki að lesa. Bækur eru ódýrustu skemmtanirn . pær ar og ódýrustu kennararnir. eru vinir og sannir huggarar mi ónum manna í einverunni. Bókarlaust hús er eins og lika bókunum sé ég Þa 1 bókunum s án sálar. andi, sem eru dánir. ég framtíðina, og í þeim sé ég háðar styrjaldir og saminn líka friS- KÁPUMYND A síðustu tölublöðum ÆSKUNNAR hafa birzt íslenzkar myndir, sem allar hafa verið teknar af Gunnari Hannessyni. mm HHHB 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.