Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 5

Æskan - 01.01.1980, Side 5
Hundur nær í bílþjóf Jörgen Beck leit út um gluggann og augu hans hvörfluðu ósjálfrátt að þeim hluta bifreiðastæðisins, þar sem hann var vanur að leggja bílnum sín- um. Hann hrökk dálítið við; bíllinn hans var þarna ekki. — Þetta var í stórri íbúðablokk í úthverfi Kaup- mannahafnar, og þó að Jörgen vissi raunar, að bílþjófnaðir voru alltíðir, átti hann bágt með að sætta sig við að það væri einmitt bíllinn hans, sem yrði fyrir slíku. Jörgen leitaði af sér allan grun þarna í nágrenninu, en hringdi því berast oft suður í höf og taka þá á sig ýmsar kynjamyndir, eftir því sem þeir bráðna. Á þeim myndast lækir, sem grafa sér farvegi og gljúfur. Jökull er frábrugðinn ísi að því leyti, að hann er samanfergður snjór. Jök- ull myndast þar sem snjókoma er meiri en snjóbráð, svo að á hverju ári bætist nýtt lag ofan á þau lög, sem fyrir eru. Við þennan þrýsting um- myndast snjókornin og verða að smáum kristöllum. Þegar jökull er orðinn þykkur, tekur hann að skríða fram undan halla, og myndast þá skriðjöklar, sem eru eins og klakaelf- ur. Mjög er það mismunandi hve hratt skriöjöklarnir berast fram. í Sviss mjakast þeirfram um 1 —2 þumlunga, upp í 4 fet á dag, í Alaska 7 fet á dag, en í Grænlandi geta þeir færst fram um 50—60 fet á dag eða meira. — (Eftir M. H. Thompson). y næst til lögreglunnar og bað þess, að svipast yrði um eftir bílnum sínum. — Hvorki hann né kona hans höfðu veitt því athygli, að hundurinn þeirra snar- aðist út með húsbónda sínum og tók þátt í leitinni á bifreiðastæðinu. Og hvað hafði svo orðið af honum? — Húsmóðirin, en hún hét Astrid, kallaði nokkrum sinnum „Pjakkur! Pjakkur!" en fékk ekkert svar. Hún lét matar- skálina hans undir húströppurnar, eins og vant var. ,,Já, þetta er dálagleg byrjun á einum degi," hugsaði Jörgen með sjálfum sér um leið og hann tók sér far með strætisvagni til miðborgarinnar, þar sem vinnustaður hans var. — Ósjálfrátt glápti hann á raðir bílanna, sem ýmist komu á móti eða fóru fram úr strætisvagninum. Hann gerði það í von um, að hann sæi e.t.v. bílinn sinn einhvers staðar, en sú von brást. — Hins vegar fannst honum hann koma auga á hundinn sinn, hann Pjakk, á harða hlaupum langt í burtu, en um þetta var hann þó ekki viss. — Jörgen hringdi nokkrum sinnum til lögreglunnar, en leitin að hinum stolna bíl hafði engan árangur borið. Og Pjakkur kom ekki heim þetta kvöld. Astrid var gráti nær vegna hvarfs hundsins. Það tók meira á hana en tap bílsins. — Jörgen fór út á bíla- stæðið seint þetta kvöld og kallaði nokkrum sinnum hátt á hundinn, en árangurslaust. — Það varð því ekki mikið um svefn hjá þeim hjónum þessa nótt, og þau voru nær því jafn- þreytt um morguninn og kvöldið áður, er þau lögðust til hv(lu. Nú var hvarf hundsins einnig tilkynnt lögreglunni, en Jörgen tók sér far með strætisvagninum sömu leið og daginn áður. Ekki sá hann bíl sinn eða hund á þeirri leið og sú hugsun tók nú að sækja á hann, að Pjakkur hefði orðið fyrir bíl daginn áður, því að aldrei hafði það komið fyrir áður, að hann skilaði sér ekki heim að kvöldi dags. — Síðari hluta þessa dags stóðu allt í einu tveir lögreglumenn inni í skrif- stofu hjá Jörgen og báðu hann að koma með sér, því að ,,nú höfum við fundið bæði bílinn og hundinn," sögðu þeir. ,,En þú verður að koma með, því að hundurinn gætir þjófsins inni í bílnum og hleypir hann engum þar út eða inn.“ Á leiðinni að bílnum sögðu lög- regluþjónarnir Jörgen frá því, sem gerst hafði: „Við ókum fram hjá bif- reiðastæði einu hér stutt frá og þá var okkur gefið merki með bílhorni eins bílsins. Þegar við komum að bílnum, sáum við strax, að þarna var einn af stolnu bílunum, sem við vorum að leita og við stýrið sat lafhræddur maður. Hundur sat við hlið hans í framsætinu og virtist hafa góða gát á öllu. Bílþjófurinn — ungur maður — mátti sig hvergi hræra eða starta bílnum fyrir grimmum hundinum."

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.