Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 8

Æskan - 01.01.1980, Page 8
— Þú hugsar aldrel um, hve erfitt er að ná í barnagæslu! BARNAHJAL í bandarísku sjónvarpi var þáttur sem nefndist: ,,Talað við börn“. Þar kom fram mesti sægur barna, og þau sögðu ýmislegt skemmtilegt, þar á meðal þetta: Lítill drengur sagði frá því, að þau systkinin hefðu nýlega eignast pabba. Og er hann var spurður hvernig það hefði viljað til, sagði hann: Það var einn sunnudag þegar mamma var í baði, að dyrabjöllunni var hringt. Systir mín fórtil dyraog þar var kominn maður, sem spurði hvort mamma væri heima. Systir mín fór með hann upp í baðherbergið. Ég hef eignast kærasta, sagði lítil. stúlka. Hvernig veistu að hann er kærast- inn þinn? Hann sagði mér í gær að halda mér saman og snauta burtu. Hvort þroskast fyrr, drengur eða stúlka? Stelpan auðvitað. Hún veit undir eins þegar hún verður ástfangin í strák, en strákurinn hefur ekki hug- mynd um að hún sé ástfangin í sér, og hann hefur ekki hugmynd um neitt — þess vegna þroskast stelpur fyrr. FLÓTTINN TIL AMERÍKU Árni og Birgir höfðu ákveðið að strjúka til Ameríku. Dóra, Signý og Ragnar hlustuðu ó ráðagerðirnar og dáðust að hugrekki strokumannanna. Það var langt síðan þeir fóru að tala um þetta ferðalag, en nú var það loksins afráðið og áætlunin var að öllu leyti mjög nákvæm. Þetta gerðist í Norður-Noregi og drengirnir ætluðu að leggja leið sína yfir Svíþjóð, Rúss- land og Síberíu. Þeim kom saman um, að það væri ekkert gaman að fara með farþega- skipum. Að minnsta kosti var það engin skemmtun fyrir ævintýramenn, sem einmitt vilja komast í hættur og mannraunir. Þar að auki var dýrt að fara með þessum skipum og Árni og Birgir áttu ekki nema 13 krónur 75 aura — og svo talsvert af hnöppum, sem þeir álitu, að hægt væri að láta (staðlnn fyrir peninga í Síberíu. Þeir ætluðu að fara landveg sem allra lengst. Það var að öllu leyti heppi- legast. Enginn fékk að vita neitt um þetta ferðalag, nema Dóra og Signý. Ragnar hafði reyndar stundum hlustað á, en hann var svo lítill og flónskur, að þau trúðu honum ekki fyrir leyndarmálinu. Þau voru öll borgarbörn en dvöldu í sveit þetta sumar hjá Friðriki frænda drengjanna. Hann átti stórt bú. Árni og Birgir höfðu lesið Indíánasögur og kúrekaævintýri, þangað til þeir vildu uppvægir fara til Ameríku sjálfir. Þeir ætluðu að leita uppi þessa fáu Indíána, sem enn voru eftir, gerast foringjar þeirra þegar þeir væru orðnir stórir og vinna alla Ameríku. Það átti að verða voldugt Indíánaríki. ,,En eruð þið nú vissir um, að þetta sé hægt?" spurðu Dóra og Signý alveg hissa. „Auðvitað er það hægt,“ sagði Birglr. ,,Og þegar við erum búnir að vinna landið komið þið og heimsækið okkur og við gefum ykkur perlur, loðskinn og eins mörg höfuðleður og þið viljið.“ Telpurnar sögðust ekki vilja sjá höfuðleður. Svei þeim! En perlur og loðskinn langaði þær til að eiga. ,,En eruð þið ekki hræddir að fara svona langt?“ spurði Dóra. „Karlmenn eru aldrei hræddir," svaraði Birgir. „Og svo verðum við auð- vitað vopnaðir." „Vopnaðir," sagði Dóra hálfhrædd. „Við ætlum að hafa bæði búrhnífinn og hvellbyssuna með okkur. Þá hugsa ég að enginn ráðist á okkur. Þeir halda að við séum hermenn," sagði Árni. „Eruð þið vitlausir? Ætlið þið að taka búrhnífinn?" spurði Signý hátt og reiðilega. „Þegið þið stelpur. Þið hafið svo hátt, að frændi getur heyrt til ykkar. Hvað haldið þið að hann segði, ef hann vissi þetta?" „Við þegjum eins og steinar," sögðu báðar stúlkurhar alvarlega. „En við erum bara að hugsa um á hverju þið ætlið að lifa. Þið deyió úr hungri á leiðinni." „Ekki alveg. Við veiðum dýr og fugla í skóginum. Þar eru líka kýr og kindur."

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.