Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Síða 9

Æskan - 01.01.1980, Síða 9
„Kindur! Æ, komið þið heim með lamb handa mér,“ sagði Ragnar. ,,Þá skal ég gera allt, sem þið biðjið mig og ekki segja frænda, hvert þið ætlið að fara.“ Þeir lofuðu að færa honum mörg lömb, þegar þeir kæmu aftur frá Ame- ríku. Ragnar varð glaður og sagðist ætla að reyta gras handa lömbunum. „Heyrðu frændi," sagði Ragnar einu sinni, þegar verið var að borða. ,,Ég veit hvert Birgir og Árni ætla að fara.“ Hann komst ekki lengra, því að hann fékk bæði olnbogaskot og spark í fótinn. Ragnar þagnaði og Friðrik frændi fékk ekki fréttirnar í það sinn. Það var komið kvöld og heimilisfólkið gengið tii hvílu. Kötturinn læddist eftir hlaðinu. Fugl kvakaði inni í skóginum. Þá var allt í einu opnaður gluggi og tveir drengir smugu gætilega út. Að baki þeirrastóðu tvær telpur og hölluðu sér út um gluggann, þegar þeir voru komnir út. Nú voru þeir Árni og Birgir að leggja af stað í langferðina. Dóra og Signý höfðu hjálpað þeim til að ferðbúa sig. Þeir höfðu sinn malpokann hvor, gilda göngustafi, búrhnífinn og hvellbyssurnar. ,,Uss, hvað það er dimmt,“ hvíslaði Dóra. ,,Þið hefðuð heldur átt að fara í dagsbirtu." ,,Þá hefðum við víst ekki komist langt," tautaði Birgir. „Komdu nú, Árni. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ „Vertu sæl, Dóra," sagði Árni. „Verið þið sælir. Er ykkur alvara að fara?" kjökraði Dóra. „Þið verðið kannski myrtir," sagði Signý lágt. „Þegið þið nú. Þið nnegið ekki vekja fólkið. Komdu Árni,“ sagði Birgir. En Árna gekk illa að slíta sig frá glugganum. „Þú mátt aldrei gleyma mér, Signý,“ hvíslaði hann. „Ég gleymi þér aldrei, meðan ég lifi," sagði Signý og tárin streymdu niður vanga hennar. Drengirnir flýttu sér af stað, en litu þó við öðru hverju. Signý og Dóra stóðu við gluggann og veifuðu til þeirra með laki, þar til þær gáfust upp og lögðust báðar grátandi á gólfið. „Það er þá eitthvað til að orga út af," var sagt í dyrunum. Telpurnar spruttu á fætur. Friðrik bóndi stóð hjá þeim heldur skrítinn á svipinn. „Farið þið strax að hátta, stelpur. Hvers vegna fóruð þið ekki líka til Ameríku?" „Hefur Ragnar sagt frá því?“ spurði Dóra. Friðrik fór að hlæja. „Hann Ragnar er alltaf að segja mér, að ég megi ekki vita að strákarnir ætli til Ameríku." Strokumennirnir voru komnir inn í skóginn. Kjarkurinn var heldur að minnka, síðan bærinn hvarf. Þeir héldu fast um göngustafina. ..Bara að það væri tunglsljós," sagði Birgir. „Þetta er Ijóta myrkrið." ..Já, það er meira myrkrið. Skógurinn er ískyggilegur núna," hvíslaði Árni. ..Ertu hræddur?" „Hræddur! Við hvað ætti ég svo sem að vera hræddur? Það er bara leiðinlegt vegna hennar mömmu að vera að fara þetta." ..Hvað ætli þau segi heima?" ..Frændi talar auðvitað strax við þau í síma.“ ..F’abbi verður reiður." ..Hann verður það. Og mamma — hún tekursér þetta sjálfsagt fjarskalega nærri." ’.Bara að við værum komnir út úr skóginum." Litll galdramaðurinn. Ég átti einu sinni hund, sagði lítill drengur, en svo gifti hann sig og fluttist upp í sveit. Mamma sagði Bjössa frá því, að það væru svo margir menn í Kína, að einn Kínverji dæi í hvert sinn sem maður dregur andann. Litlu seinna tók hún eftir því að Bjössi var orðinn þrútinn og helblár í framan. Hún hristi hann: — Hvað gengur að þér Bjössi? — Ég stóð á öndinni, svo að Kín- verjarnir skyldu ekki deyja. Lítil finnsk stúlka átti að fara til Sví- þjóðar og dveljast þar meðan á stríð- inu stæði. Kvöldið áður en hún átti að leggja af stað, las hún kvöldbænina sína eins og hún var vön, en segir síðan: — Og vertu nú sæll, góði guð, því að á morgun fer ég til Svíþjóðar. 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.