Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1980, Qupperneq 10

Æskan - 01.01.1980, Qupperneq 10
Tjaldbúðir Indíána í Bandaríkjunum. ,,Við verðum að hraða okkur,“ sagði Birgir, en því lengra sem þeir komu inn í skóginn því hægar gengu þeir. ,,Þei, þei. Ég heyrði eitthvað." Þeir stönsuðu báðir. ,,Það hefur bara verið fugl," sagði Birgir. Þeir héldu áfram. „Þarna gengur einhver á undan okkur," hvíslaði Árni. ,,Já, ég sé mann. Hann riðar fram og aftur." ,,Hann er drukkinn. Og hann hefur staf í hendi. Eigum við að þora að halda áfram?" ,,Ég veit ekki." „Þekkirðu hann?" „Nei. Ætli það sé ræningi?" „Það er ég hræddur um." Þeir námu staðarog báru saman ráð sín. Kjarkurinn var alveg áförum. Allt í einu breytti maðurinn stefnu og kom beint í áttina til þeirra. Þeir sáu ekki betur en hann reiddi upþ stafinn. Þá hugsuðu drengirnir sig ekki lengi um. Þeir sneru vió og hluþu eins og örskot yfir stokka og steina og litu ekki við fyrr en þeir komu heim í hlað. En þá sáu þeir engan mann. Það var ekki laust við að þeir væru sneyþtir, þegar þeir sáu að maðurinn hafði alls ekki elt þá. Þeir höfðu óljósa hugmynd um að þetta hefði ekki verið neitt að hræðast. „En hann var þó drukkinn," sagði Árni. „Já, víst var hann drukkinn, og svo held ég, að þeir hafi verið fleiri." „Hinir hafa líklega verið lengra inni í skóginum." „Ég segi það þara, að við vorum heppnir að sleppa. — En eigum við að leggja af stað aftur eða fara inn?" „Við förum inn núna. Við getum alveg eins lagt af stað á morgun." „Það er bara verst að við komumst ekki inn. Þetta voru vandræði. Ef þeir berðu að dyrum, mundi Friðrik frændi koma út. Þá yrðu þéir að segja eins og var og hann legði blátt bann við öllum Ameríkuferðum. Þeir töluðu um þetta fram og aftur. Seinast kom þeim saman um að sofa í skemmunni og laumast inn, þegar María gamla færi út í fjós að mjólka. Þeir ætluðu aö segja Dóru og Signýju að þeir hefðu mætt ræningjum í skóginum. Árna langaði reyndar ekki til að vera í skemmunni. Þar var dimmt og draugalegt. Þeir hreiðruðu um sig á pokum á gólfinu. Dyrunum höfðu þeir BARNAHJAL Jónsi og Dísa höfðu fengið að sjá gyltu með 14 nýgotna grísi. Þegarþau komu heim varð mamma að útlista fyrir þeim hvernig á því stæði að gylt- an ætti svona mörg börn, en gölturinn ekkert, — Um kvöldið, þegar þau voru háttuð, heyrði mamma að Jónsi sagði: — Ég er hepþinn, því að ég get ekki átt barn, en þú getur eignast 14 börn í nótt. Kennslukonan hefur verið að segja börnunum frá almætti guðs. Þá sþyr einn hnokkinn: — Lifir kölski ennþá? — Já, en guð hnekkti veldi hans. — Gat guð þá ekki dreþið hann al- mennilega? Sonur flugmanns fékk að gjöf mynd af litlum dreng og verndarengli hans. Hann sþurði mömmu sína hvað þetta væri á englinum. — Það eru vængir, sagði mamma. — En hvar er þá skrúfan? 1 Hvar er Vilhjálmur Tell? -------------------------------- 8

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.