Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 12

Æskan - 01.01.1980, Page 12
3. KAFLI FRÁSÖGN MARTEINS Á ég að skrifa? spurði Marteinn. Já, litli prakkari, þú átt að segja frá skólanum, sagði presturinn. Ég yrði mjög lengi að skrifa um allt, sem ég geri, sagði Marteinn. Þú átt ekki að segja frá öllu, ef þú gerir það, mundu hvítu börnin halda að allir afrískir drengir væru prakkar- ar. Jæja, viltu þá gefa mér sætar kart- öflur, þegar ég er búinn að skrifa? spurði Marteinn. Nei, en ef þú skrifar ekki, þá veistu hvað þú færð, sagði presturinn. Ég ætla að skrifa heilmikið, sagði Marteinn. Og nú fáið þið að heyra það, sem Marteinn litli skrifaði. Ég heiti Marteinn. Einu sinni var ég kallaður Danpha, en litli bróðir var kallaður Fodey, en við vorum skírðir. Við erum mjög heppnir. Það er fjöldi þorpsdrengja á okkar aldri, sem vill taka kristna trú en foreldrar þeirra vilja ekki leyfa það. Þau segja, að þeir geti ekki eignast nógu margar konur, ef þeir vilji vera kristnir og þar af leið- andi ekki ræktað stóra jörð, ekki framleitt nógan mat til að borða, eða nógu mikið af hnetum til að selja. Við Michael erum þorpsdrengir eins og Seini, Malamini og Kantekassey, en við eigum frænda, sem er kennari við trúboðsskólann og hann hefur lofað að leiðbeina okkur. Þegar við erum orðnir fullorðnir ætlar hann að útvega ÁR TRBSINS okkur vinnu, annað hvort við trú- boðsstöðina eða í höfuðborginni, þar sem við getum haft efni á að eiga að- eins eina konu. Skömmu eftir að við komum í skól- ann hófust auka kennslustundir til að kenna okkur kristilegt starf. Skírnar- dagur okkar var mjög áhrifamikill. Múhameðstrúardrengirnir voru hryggir vegna þess að þeir máttu ekki taka kristna trú. Ef Faðir læsi þetta ekki, myndi ég segja ykkur frá skemmtilegu atviki, sem kom fyrir, ég segi það bara: Faðir sagði okkur allt um skírnarathöfnina og talaði auðvit- að á ensku, en svo las hann alveg óvænt á fullahu, sem er tungumál okkar, þessa yndislegu málsgrein, þar sem segir: Við tökum á móti þessu barni inn í söfnuð kirkju Krists og þá las hann skakkt eitt orð, hann sagði ,,buba“ í staóinn fyrir ,,nbuba“ og gerði okkur þar með að tryggum hús- flugum Guðs í staðinn fyrir að bar- dagamönnum hans. Ég get aldrei gleymt þessu. Lítill drengur var skírð- ur nokkrum vikum á eftir okkur og faðir hans, sem er vökumaður á trú- afrískir skóladrengir segja frá 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.