Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 14

Æskan - 01.01.1980, Page 14
— Látiö okkur fá þrjár samlokur með steik, sagði dr. Walnut við afgreiðslustúlkuna í „Crackers Cafeteria". Hann hafði farið í leikhúsið ásamt leynilögreglufulltrú- unum Hurlock og Snapham, og þeir ætluðu að fá sér bita fyrir svefninn . . . Skyndilega kipptust allir gestirnir á veitingahúsinu við, því að æðislegt óp heyrðist í salnum. Allir litu yfir að borðinu og sáu unga konu falla á gólfið. Blóðið streymdi úr henni, svo að auðséð var, að hér hafði verið gerð morðtilraun. Dr. Walnut tróð sér leið milli áhorfendanna, sem höfóu þyrpst að konunni. Hann skoðaði hana og sá, að hún hafði verið stungin með hníf og var í lífshættu. Strax var hringt á sjúkrabíl, en á meðan heimtaði Hur- lock að vörður væri við allar dyr. Það lék enginn vafi á því, að morðinginn væri meðal gestanna. Andartaki síðar komu tveir hvítklæddir menn og sóttu konuna, en hjálpin kom of seint. Hún dó á leiðinni að sjúkrahúsinu og komst aldrei til meðvitundar. Blóðugur hnífurinn fannst í einu horni afgreiðslusal- arins, og Ijósmyndari meðal gestanna hafði tekið mynd strax eftir morðið. Hurlock skipaði honum að framkalla myndina eins fljótt og unnt væri. Klukkustundu síðar sátu vinirnir þrír og horfðu á myndina, en Hurlock sagði: —- Ég held, að við höfum fundið morðingjann! Það hefðum við átt að gera, án hjálpar Ijósmyndarans! Hvað sá Hurlock leynilögreglufulltrúi? Líttu á myndina og lestu ekki svarið, fyrr en þú gefst upp! jeumes jes *e eþ e>je; <?e iu ujoi |>(>|e jQjeg ue ‘lunuijuij e j>j>|e jsnpuÁj jojejBujj pe ijj oisuep qslu eBs|m!Sj6 jba uu!6u!qjoiai eue>|sueLj jss je p!>|Sj !>j>|S !pjeij 60 p!suspnejq epjoq pe jba — mmpuÁw e ^jjsuja I!) — euuejss6 uu^s pe ‘es mj}||njn|6sj6Qi!uÁS| >joo|jnH :jeas Vá stafar af vímuefnum Verndaðu þig og þína Bindindi er best Stína er ekki nema sex ára, en hún er farin að hugsa um leyndardóma tilverunnar. — Mamma, hvaðan koma litlu börnin? spyr hún. Mamma segir, að það séu smá- englar, sem guðsendi niðurájörðina. — Var ég einu sinni engill? spyr Stína. — Já, áreiðanlega, segir mamma. Afi gamli situr þar inni, og hann er stundum nokkuð uppstökkur og stór- orður. Stína gýtur augunum til hans og spyr: — Var afi líka engill einu sinni? — Já, segir mamma. Þá skellir Stína upp úr og segir: — Það hefur verið skrítinn engill. Jónas Gunnlaugsson, Melavöllum, Bakkafirði. Fæddur 29. ágúst 1946. Jónas hefur verið útsölu- maður Æskunnar frá árinu 1965, þ. e. í 14 ár. Honum færum við þakkir fyrir vel unnin störf. 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.