Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Síða 21

Æskan - 01.01.1980, Síða 21
SAGAN AF PÉTRI KANINU Einu sinni í fyrndinni voru fjórar litlar kanínur. Þær hétu: Hoppa, Skoppa, Toppa og Pétur. Þær bjuggu hjá mömmu sinni í stórri holu undir stóru furutré. „Svona nú, elskurnar mínar," sagði kanínumamma einn morgun. ,,Þið megið hlaupa strax út í móa og leika ykkur, en í guðanna bænum varið ykkur á að koma ná- lægtgarðinum hans herra Theódórs. Þið munið, að það var þar, sem hann pabbi ykkar varð fyrir slysinu. Konan hans Theódórs steikti hann og hafði hann í sunnudags- matinn." „Hlaupið nú af stað og verið góðu börnin, meðan ég skrepp í bæinn." Kanínumamma setti á sig sjalið, tók körfuna sína og regnhlífina og lagði af stað í bæinn. Hún ætlaði í brauð- búðina til þess að kaupa eitt rúgbrauð og fimm rúsínu- bollur. Höppa, Skoppaog Toppa vöppuðu kátar og glaðar út í móa til að tína bláber. Þær voru ævinlega góðu börnin. En Pétur — óþekktaranginn sá arna — hann hljóp beinustu leið niður að garðinum hans Theódórs og smeygði sér fimlega undir hlið á girðingunn Hann laumaðist út í kálgarðinn, náði sér þar í stórar og gómsætar gulrætur og nagaði þær af mikiili áfergju. Til bragðbætis fékk hann sér síðan nokkra rabbabaraleggi til að narta í. En honum varð brátt hálfillt í maganum, og það lá við, að honum væri óglatt. Samt gat hann ekki stillt sig um að gæða sér á fáeinum jarðarberjum til viðbótar. Pétur litli stóð nú upp og skimaði í kringum sig. Hann ætlaði að kanna þennan merkilega garð. En hvern haldið þið að hann hafi rekist á, þegar hann beygði fyrir hornið á stóra vermireitnum, sem jarðarberin voru ræktuð í? Engan annan en hann herra Theódór! Þarna lá þá herra Theódór á hnjánum og var að reyta arfa. En um leið og hann sá Pétur skjótast fyrir hornið, stökk hann á fætur og hljóp á harða spretti á eftir Pétri, baðaði út höndunum og hrópaði: „Stansaðu, óþekktar- anninn Kinnj“ Vitið þér að afkvæmi hests og asna, erfir aðallega einkenni móðurinnar? Múldýrið á hryssu að móður, en asna að föður. Múldýrið er sterkt eins og hestur, en þurftarlítið eins og asni og þolið líka. En múlasninn, sem á ösnu að móður og hest að föður, er kenjóttur, staður og latur, svo að múlasninn er jafn illa kynntur og múldýrið er vel kynnt. Múlasninn er með tagl og hneggjar eins og hestur, en múldýrið er með asnahala og rýtir eins og asni. 19

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.