Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 22

Æskan - 01.01.1980, Page 22
Pétur varð lafhræddur. Hann þaut í ofboði um allan garðinn, því að hann rataði ekki aftur að hliðinu. Á hlauþunum týndi hann öðrum skónum sínum ein- hvers staðar innan um hvítkálið, en hinum týndi hann í kartöflugrasinu. Þegar hann var orðinn skólaus, hljóp hann á fjórum fótum og var nú helmingi fljótari á fæti en áður. Satt að segja held óg, að hann hefði sloppið alveg undan herra Theódór, ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að hlaupa beint á netgirðingu og fest stóru hnappana á jakkanum í netinu, svo að hann gat ekki losað sig aftur. Hgnn var nefnilega í spánnýjum, bláum jakka með látúnshnöppum. Pétur missti alveg kjarkinn. Hann hélt nú, að hann kæmist aldrei framar heim til mömmu sinnar. Herra Theódór myndi nú klófesta hann, og konan hans myndi steikja hann í sunnudagsmatinn. Ó, þvílíkt og annað eins. Aumingja Pétur fór að háskæla. Tárin runnu í stríðum straumum niður vanga hans. En þá heyrðu þrír litlir skógarþrestir til hans. Þeir komu fljúgandi til hans, settust hjá honum og sungu: ,,Bí, bí, — bí, bí, Pétur litli, vertu ekki hræddur. Hættu að gráta og reyndu nú aö losna úr netinu. Þú getur það áreiðanlega, ef þú heröir upp hugann. Herra Theódór má ekki ná í Þ»g“ í sömu svifum kom herra Theódór á harða hlaupum með stóran háf í hendinni. Hann ætlaði að smella háfnum yfir Pétur og ná honum þannig, en Pétur litli vatt sér svo snögglega undan, að blái jakkinn hans rifnaði gtan af honum og sat eftir í háfnum, en Pétur slapp sjálfur undan með naumindum. Pótur hljóp sem fætur toguðu inn í verkfærageymsluna og stakk sér á höfuðið niöur í garðkönnuna, sem þar var. Garðkannan hefði verið allra besti felustaður, ef hún hefði ekki verið full af ísköldu vatni. Herra Theódór vissi, að Pétur hafði falið sig einhvers .staðar inni í verkfærageymslunni. En hann vissi ekki, hyert hann hafði hlaupið. Honum datt í hug að leita fyrst undir blómsturpottunum, sem stóðu þar allir á hvolfi. Allt í einu hnerraði Pétur litli heldur en ekki hressilega: ,,Eh-tiss, eh-tiss!“ Og herra Theódór var ekki seinn á sér að hlaupa að garðkönnunni, en Pétur varð fyrri til að skjótast upp úr henni. Herra Theódór reyndi nú að trampa ofan á Pétur litla, en hann komst undan með því að stökkva upp í glugga- kistuna og hoppa út um gluggann. Sem betur fór, var glugginn svo þröngur og lítill, að herra Theódór komst ekki út um hann. Hann nennti þá ekki að halda eltingar- leiknum áfram, því að hann var orðinn dauðuppgefinn af hlaupunum. Pétur settist niður til þess að hvila sig. Hann var móður og skalf eins og hrísla af hræðslu, litla skinnið. Hann hafði ekki hugmynd um, hvernig hann ætti að rata heim til sín. Ofan á allar þessar hörmungar bættist, að hann var rennvotur frá hvirfli til ilja af því að hírast í garðkönn- unni. Eftir dálitla stund fór hann að rölta um undur hægt og hljóðiega, — pit-pat, pit-pat, pit-pat. Hann skimaði í allar áttir. Hvert átti hann að fara? Hvernig átti hann að rata heim til hennar mömmu sinnar? Hann kom að stórum dyrum, en þær voru harðlæstar. Hvergi sást smuga, sem lítil, bústin kanína gæti smeygt sér inn um. Gömul mýsla hljóp fram hjá honum. Hún var að draga í búið. Pétur spurði hana til vegar, en hún var með svo stóra baun uppi í munninum, að hún gat ekki komið upp einu orði. Hún hristi bara höfuðið og hélt leiðar sinnar. Vesalings Pétur fór að gráta. Hvernig átti hann að rata heim til hennar mömmu sinnar? Pétur tók nú á rás og laumaðist þvert yfir garðinn. En hann varð áttavilltari og áttavilltari. Þá kom hann að lítilli tjörn. Hvítur köttursat þarog var að horfaá litlu sílin, sem syntu þar fram og aftur. Kisa sat grafkyrr, en við og við komu snöggir kippir í rófubroddinn á henni, rétt eins og hann einn væri lifandi. Pétri leist ekki á hana. Honum fannst öruggast að hypja sig í burtu án þess að yrða á hana. Frændi hans hafði sagt honum ýmislegt misjafnt um ketti, og hann kærði sig ekkert um að kynnast þeim nánar. Hann laumaðist aftur í áttina til verkfærageymslunnar. 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.