Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 29

Æskan - 01.01.1980, Page 29
GOMMt GtCSARCGG 28. Hann fékk mikinn mat í nestismalinn sinn og síðan gekk hann langan veg yfir fjöll og gegnum skóga, þar til loks að hann kom að bústað fjalla-tröllsins, en þar var harðlokuð hurð og enginn kom til dyra, þótt barin væru tvö högg á hurðina. 30. Gummi hafði lagt frá sér malinn sinn rétt við hellismunnan og var tröllið með hina sjö hausa farið að eta af nesti hans. — Þetta líkaði Gumma ekki og sló nokkur högg til trölla með kylfu sinni. Fuku höfuðin af hvert af öðru. Síðan gekk hann inn í hellinn. 29. Gummi kom nú auga á nokkra steinsmiði, sem voru að vinna þarna í fjallinu og allir í félagi gátu þeir sprengt opið fjallið, og kom þá í Ijós hellir einn mikill. — Inni í þessum helli bjó fjalla-tröllið, sem var stórt og mikið og hafði 7 höfuð á sama hálsi. 31. Það, sem mesta furðu hans vakti þarna inni var hestur, sem stóð við tunnu fulla af eldi og eimyrju, en bak við hann stóð tunna full af fóðurhöfrum. Tröllið hafði ráðið þessu, hvað svo sem það átti að þýða. Texti: Johannes Farestveit. — Teikn.: Soiveig M. Sanden.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.