Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 37

Æskan - 01.01.1980, Page 37
POPP-HLJÓMLISTIN - HIÐ SÖGULEGA BAKSVIÐ Sjöundi áratugurinn: RISARNIR Þrátt fyrir allt sem á gekk, uröu þó ári milli 1960 og 1969 hin áhrifamestu í pop-tónlistinni, þvf fjöldi nýrra af- brigða kom þá fram. Ameríka missti forustuna, er ótal margir nýir söngv- arar og tónskáld komu fram í Bret- landi, sem brátt urðu heimsfrægir. Þar voru fremstir: The Beatles, Roll- ing Stones og Who, sem luku upp dyrum hins himneska hávaða og taugaspennings. Bítlarnir ruddu braut öðrum breskum söngvahópum á sjöunda áratugnum til frægðar víðsvegar um helm. Flestar léku þær sambland af jass, Soul, Pop og Blues. „The Animais" (mynd) var ein þessara ágætu hljómsveita. Þelr urðu frægastir fyrir lag sltt „The House of the Rising Sun“. Aörar þekktar hljómsveitir voru: Blue Breakers, Gorgie Fame, Manfred Mann og The Yardbirds. Frá þessum hópum komu hinir heimsfrægu gítarleik- arar Jimmy Page, Jeff Beck og Eric Clapton. 31

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.