Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 38

Æskan - 01.01.1980, Side 38
En margir þessara hópa mynduðu þó algjörlega ný lífsviðhorf, sem m. a. birtist í almennara frjálsræði á ýmsum sviðum. ( söngvum þeirra komu fram deilur á amerískt fjármálalíf og þeir réöust gegn styrjöldinni í Víetnam. Hin gáskafulla og hávaðasama fram- koma vakti hrifningu. BÍTLARNIR Fremstir voru Bítlarnir, komnir frá Liverþool. Árið 1963 vakti lag þeirra „Please, Please me“ heimsathygli og síðan hvert af öðru og mætti segja að þeir væru allsráðandi á popp-mark- aðnum um allan heim til ársins 1966. í ágúst það ár, nýkomnir úr síðustu hljómleikaför sinni til Bandaríkjanna, ákváðu þeir að halda ekki fleiri opin- bera tónleika, en snúa sér eingöngu að hljómplötugerð. Jafnframt breyttu þeir um músíkstíl. Söngvar þeirra og lög urðu margbrotnari, en einnig Hvaðan er myndin? Nafn: Heimili: Póststöð: ......................................... Utanáskrift: ÆSKAN, Box 14, Reykjavík (Þekkirðu landið?). The Rolling Stones. stefnufastari. Ein fyrsta LP-plata frá þeim tíma „Sergeant Peppers Lonely Hearts Club Band“ er enn talin vera tímamótaverk í popp-músíkkinni, og eitt snjallasta verk sem fram hefur komið á þessu sviði. Áriö 1970 slitu þeir samstarfi af fjármálalegum, mannlegum og hljómlistarlegum ástæðum. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þeirra enn í allri popp-tónlist, og þeir starfa enn sem einstaklingar við tón- smíðar og sem söngvarar, einkum Poul McCartney. Framhald. — Gekk þér ekki illa að tala ensk- una, þegar þú varst í Lundúnum? — Nei, mér gekk það ágætlega, en þeim gekk verr að skilja mig. — Veistu, að í Ameríku er 90 ára gömul kona, sem hefur eignast tví- bura? — Ætlastu til að ég trúi þessu? — Já, hún eignaðist þá fyrir 60 árum. Mamma hefur sagt Stínu að hún verði aó vera ákaflega þæg og gegnin við vinnukonuna, því annars fari hún frá þeim. Nokkru seinna spyr pabbi Stínu, að gefnu tilefni, hvernig á því standi að hún sé alltaf óþæg og hortug við mömmu sína. — Af því að engin hætta er á að mamma fari frá okkur. Ingi er nýbyrjaður í skólanum og þykir mjög gaman að öllu sem kennslukonan segir þeim úr biblíunni. Eitt sinn, er hann kemur heim, segir hann frá því að kennslukonan hafi sagt að Jesús hafi flogið til himna, en hann muni koma aftur. Eftir litla umhugsun segir yngri bróðir hans: — Það verður gaman að sjá hvar hann lendir. Þá erum við komin að mynd nr. 5. Nú er það ykkar að svara rétt. Hvaðan er myndin? Frestur til að skila svari ertil 1. marz. Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir rétt svör. 32

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.