Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 40

Æskan - 01.01.1980, Side 40
Þannig á að stíga á bak. hefur bíllinn nú tekið við flutning- um á fólki og farangri ásamt flutningi á allri mögulegri þunga- vöru. Allir þessir flutningar voru áður fyrr framkvæmdir með hest- um. Hesturinn á að baki langa þró- unarsögu eins og maðurinn. Elsti forfaðir hestsins, sem þekktur er, er dýr eitt er nefnt er Orohippus. Þetta var dýr á stærð við ref og lifði í Vesturálfu heims á tímabili, sem nefnt er Tertiertímabil í jarð- sögunni. Á næsta þroskastigi hestsins er forfaðir hans nefndur Anchi- terium. Ekki var hann fallegur eða mikið líkur okkar hesti. Á þriðja stiginu var forfaðir hestsins nefndur Hipparion. Hann var á stærð við asna. Loks kemur röðin að Equus, sem er mjög líkur okk- ar hesti. Fyrir langa löngu var jöröin alveg sem paradís, því þá voru hættur, veikindi og ótti ekki til. Alls staðar undir bláum himni var jörðin sem einn aldingarður. Mitt í þessum allsnægt- um var Epimetus einn og yfirgefinn eftir að hann missti Promiþeus bróður sinn. Guðirnir sendu honum því hina glaðlyndu Pandóru til samfélags og skemmtunar. Þegar hún kom í hellinn til hans hróþaði hún upp: ,,En hvað þetta eru fallegar öskjur." ,,Það kom til mín gestur og hann skildi þær eftir. Hann gekk við tvö- faldan höggormsstaf." ,,Það hefurverið Merkúr, sendiboði guðanna,“ sagði Pandóra. „Hann er hrekkjóttur, en hann bannaði að opna öskjurnar," sagði Epimetus íbygginn. ,,Og ég sem er svo forvitin," sagði Pandóra. [ hvert sinn er henni varð litið á öskjurnar óx forvitni hennar og að síðustu gat hún ekki neitað sér um að líta í þær. En í sama mund flugu margir andar upp úr öskjunum með illu hljóði. Þetta voru andar hræðslu, veikinda og óánægju. Pandóra missti niður öskjulokið af hræðslu. „Láttu mig fara líka," var sagt lágri röddu niðri í öskjunum, „ég er vonin." Hesturinn á nokkra frændur í dýraríkinu, svo sem tapírinn, asnann og zebradýrið. Hestaleif- ar, sem fundist hafa í jarðlögum sýna, að hestakyn hafa verið mörg og mjög misjafnlega stór- vaxin. Allar þessar breytingar á stærð og vaxtarlagi hestsins sýna að hesturinn hefur orðið að iaga sig eftir lífsskilyrðum þeim er landið gaf honum á hverju tíma- bili. íslenski hesturinn er talinn ættaður austan úr Asíu, afkom- andi Mongólahestsins. Austur í Mongólíu og Kína má sjá hesta svipaða íslenska hestinum að stærð og vaxtariagi. „Nei, nei," sagði Pandóra. „Ég vil alltaf hafa þig hjá mér." Og hún tók gullþráð og batt vonina við sig með sterkum hnútum. Grísk-rómversk sögn. Þýðing Þ. M. Þannig á að sitja á hesti. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af hestum og það er hugmyndin að birta nokkrar svipaðar myndir í næstu blöðum Æskunnar. Þ. M. 34

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.