Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 47

Æskan - 01.01.1980, Side 47
Trúðu á Jesu Ojálfsagt hefur þú séð götuljós við gatnamót. Ef þú ætlar yfir götuna í mikilli umferð, þá bíður þú alltaf, þangað til það kemur grænt Ijós á móti þér. Þú gengur yfir götuna í trausti þess, að bílstjór- arnir, sem aka eftir götunni, þekki umferðarljósin og hlýði umferðarreglunum. Og við treystum grænu Ijósunum — að þau gefi okkur merki á réttum tíma, svo að við getum gengið okkar leið. Nýja testamentið segir frá ungum manni, sem hafði mikla þekkingu og trúði líka, en hann átti ekki traust. Hann leitaði til Jesú með vandamál, sem hann átti við að stríða. Hann langaði til að vita, hvað hann átti að gera til að verða hólpinn eða eignast eilíft líf. Hann vissi þó nokkuð um Jesú og áleit, að hann væri einmitt rétti maðurinn til að leysa úr vandamálum hans. Hann vissi einnig, að það var rétt að halda boðorð Guðs. Samt sem áður treysti ungi maðurinn ekki Jesú. Hann vildi ekki yfirgefa allar eigur sínar og fylgja honum. Ef þú ert veikur, leitar þú sjálfsagt til læknis. Þú þekkir hann ef til vill og treystir honum. Þú gerir allt, sem hann biður þig um að gera. Að trúa á Jesú er þessu líkt. Hann býður þér að bæta hag þinn, svo að þér líði betur andlega, og þú veist, að hann hefur hjálpað mörgum á undan þér. Hann ann þér og elskar þig. Hann vill breyta lífi þínu, ef þú trúir ekki á hann. Leggðu allt þitt traust á hann — trúðu á Jesú. Truðu á Jesu 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.