Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Síða 52

Æskan - 01.01.1980, Síða 52
Ertu góður sjónarvottur Það getur oft verið ákaflega mikilvægt fyrir okkur að taka vel og rétt eftir því sem við verðum sjónarvottar að, jafnvel hinu smávægilegasta í okkar augum. Eins og við höfum oft heyrt getið um, fara fram vitnaleiðslur í sambandi við þau mál, sem yfirvaldið fær til meðferðar. Þá vill oft bregða við, að sjónarvottar eru ekki allskostar sammála um öll atriði, sem gætu auðveldað rannsókn málsins. Og hér ætlum við að leggja fyrir ykkur dálítið próf, sem er þessi mynd hér til hliðar. Að vísu er myndin svolítið útlend í eðli sínu, en hver veit nema eitthvert ykkar eigi jafnvel eftir að verða sjónarvottur að sams- konar atviki sem þessu. Nú megið þið horfa á myndina í 2 mínútur, en ekki brot úr sekúndu lengur. Svo eigið þið að líta undir myndina og þar eru 20 spurningar, sem þið eigið að reyna að svara hárrétt, en við skulum hugga ykkur með því, að þó þið getið ekki svarað nema 16 spurningum réttum, þá er það ágæt frammistaða. Og 10 geta svo sem gengið. Ef þið svarið ekki nema 5 réttum, þá verðið þið ekki talin sérlega nákvæmir sjónarvottar. Spurningar 1. Hvað sýnir umferðarskiltið? 2. Kom hestvagninn að lestinni á hægri eða vinstri hlið? 3. Á hvað bendir lestarstjórinn? 4. Hvar er húfa lestarstjórans? Eru far- þegar með lestinni? 6. Hvað var í vagni konunnar? 7. Hve mörg bjúgu hafa fallið út úr vagni konunnar? 8. Hvaða númer er á eimreiðinni? 9. Hver er litur hestsins? 10. Hvað er konan með í hendinni? 11. Hvað er eftir- tektarvert við kirkjuna í fjarska? 12. Eru brotnar rúður í eimreiðinni? 13. Eru brotnar rúður í farþegavagninum? 14. Er lestarstjórinn með skegg? 15. Hvort var meira af grænmeti eða kjötvarningi í vagni konunnar? 16. Var einnig brenni í vagninum? 17. Eru önnur dýr á myndinni helduren hesturinn? 18. Hefur farþeginn gleraugu? 19. Er eimreiðarstjórinn með einkennishúfu? 20. Af hverju stafar blóðpollurinn? Væringjanna varðelda, vini mína og tjöldin, það er sem ég þrái mest þýðu sumarkvöldln. Eldar kulna, allt er hljótt, eimir þó íglóðum, er sem streymi ylur frá öllum vinum góðum. Jón Oddgeir Jónsson. VARÐELDAR

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.