Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 6

Æskan - 01.11.1980, Page 6
Einu sinni var agnarlítið grenitré. Það átti heima langt, langt inni í stór- um skógi. Litla grenitréð var svo lítið, aó það var langminnsta tréð í öllum skóginum. Allt í kringum það voru svo stór grenitré, að litla tréð gat ekki séð neitt, nema beint upp í himininn. Nú var kominn kaldur vetur, en samt var litla grenitréð grænt, eins og öll grenitré eiga að vera. Svo var það dag einn, að menn komu í skóginn. Þeir hjuggu sum trén. Þeir hjuggu og hjuggu. Svo lögðu þeir trén á sleða, og óku með þau burtu. Lítill fugl kom og settist á litla tréð. Tréð sagði við litla fuglinn. „Hvaða menn voru þetta?“ „Þeir voru úr borginni," sagði litli fuglinn. „Hvað voru þeir að gera?“ spurði litla grenitréð. börnunum á götunni upp í huga hans. Tíminn leið fljótt. Áöur en hann vissi af voru þeir feðgar á leiðinni heim. Fólkið streymdi úr kirkjunni. Frostið hafði aukist. Stjörnurnar tindruðu fallega á svörtu himin- hvolfinu. Og sumir áttu erfitt með að ganga í hálkunni. Allir voru á hraðri ferð heim á leió þar sem dýrindis kræsingar og gjafir bióu þeirra í björtum og hlýjum húsa- kynnum. Enginn hafði tíma til þess að gefa börnunum á götunni gaum. Kvöldiö leið. Nóttin skall á. Jólanóttin. Heims um ból, helg voru jól og friður meðal mann- anna. En Gunnar lá í rúminu sínu og bað: „Góði Guð. Ég get ekki gleymt börnunum á götunni. Gleðileg jól. Amen". „Þeir voru að sækja tré. Þá vantaði jólatré, þess vegna hjuggu þeir sum trén,“ sagði litli fuglinn. „Hvað er jólatré?" spurði grenitréð litla. „Það er tré, sem börnin dansa í kringum, þegar jólin koma. Þá er Ijós á hverri grein og poki á hverri grein. Það er gott í pokunum, allskyns jóla- sælgæti. Svo er englahár á hverri grein og silfurstjarna á hverri grein og efst á trénu er stór gullstjarna." „Gaman, gaman, gaman," sagði litla grenitréð. Það skalf á því hver grein. Það skalf svo mikið, að litli fuglinn varð að fljúga burtu. Þá fór litla grenitréð að gráta. „Af hverju ertu að gráta?" spurðu stóru trén í skóginum. „Ég græt af því, að mig langar svo mikið til þess að vera jólatré." „Gráttu ekki litla tré," sögðu stóru trén í skóginum. „Þegar þú ert orðið stórt, getur þú orðið jólatré." Næsta vetur komu aftur menn í skóginn og hjuggu sér tré. Þeir lögðu þau á sleða og óku með þau burt. Þá fór litla tréð að gráta. Það grét svo mikið, að það skalf á því hver grein. „Af hverju ertu eiginlega að gráta?" spurðu stóru trén. „Ég græt af því, að mig langar svo óskaplega mikiö til þess að verða jólatré." sagði litla tréð snöktandi. „Gráttu ekki litla tré," sögðu stóru trén í skóginum. „Þegar þú ert orðið stórt, þá getur þú orðið jólatré. Næsta vetur komu ennþá menn í skóginn. Þeir hjuggu sum trén. En litla grenitrénu tóku þeir alls ekki eftir, því að það var svo agnarlítið. Þeir lögðu trén á sleða og óku burt. Vesalings litla tréð átti ósköp bágt. Það langaði svo mikið til þess að verða jólatré. Það hágrét og skalf svo mikið að litlu greinarnar á því hristust og skulfu. Það skalf lengi lengi. Loks- ins kom vorið. Sólin hækkar, hlýnar veður, hverfur fs og snær. Lömbin fæðast, lifna biómin litfögur og skær. Fuglar syngja á grænum greinum, glaður lækur hlær. Nú komu menn í skóginn. Allt I einu komu þeir auga á litla tréð. „Þetta er fallegt tré," sögðu þein „Þetta getur orðið fallegt jólatré." „Við skulum taka það upp. V'ð megum ekki höggva það eöa meiða. Það má ekki meiða neina rót á því.“ Mennirnir tóku litla grenitréð upp með rótum. Þeir voru góðir við litla tréð og meiddu það ekkert. Þeir iétu það upp á bíl. Bíllinn rann af stað og ók með það inn í borgina. Þar var það sett niður í fallegan garð. Litla tréð óx og óx í garðinum. Börnin gáfu því vatn og áburð og það óx og óx. Það varð fallegra og fallegra. Nú leið að jólum. „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara aö hlakka til," sagði fallega grenitréð í garðin- um. Nú var farið að skreyta tréð. A hverri grein voru Ijós. Það voru allt- saman rafmagnsljós. Svo var hengd- ur poki á hverja grein. Það var alls- konar jólagóðgæti í hverjum poka. Svo var englahár á hverri grein og silfurstjarna á hverri grein, en efst a trénu var stór gullstjarna. „Gaman, gaman" sagði jólatréð. Þaó skalf á því hver grein af einskærri jólagleði. Börnin dönsuðu í kringum það. Þau fengu öll eitthvað fallegt. fallegar jólagjafir. Það var jólagjöf a hverri grein. Litli fuglinn heimsótti fallega jólatréð og hann fékk líka jólagjöf. (Endursagt úr lestrarbók.) 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.