Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Síða 10

Æskan - 01.11.1980, Síða 10
 Nightingale þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar, áður en hún varð við þessari beiðni. Kapphlaupið við dauðann Þann 21. okt. 1854 hélt Florence Nightingale með 38 fyrstu hjúkrunarkonurnar — Næturgalana, eins og fólk var þegar farið að kalla þær, frá London yfir til Marseille og síðan til Skutari í Tyrklandi, þar sem flest sjúkra- skýlin voru. Þangað náðu þær sama dag og hinir blóð- ugu bardagar við Inkerman áttu sér stað. Þarna beið þeirra óskaplegt verkefni, verkefni sem mannlegur máttur gat vart ráðið við. Særðu hermennirnir lágu hér og þar um hina löngu ganga sjúkraskýlanna, sem endur fyrir löngu höfðu verið herbúðir Tyrkja, — í einkennis- búningum, sem ataðir voru aur og blóði. Þarna höfðu þeir verið dregnir inn beint frá vígstöðvunum, þar sem rotturnar hlupu alls staðar um óhindraðar, og megnan óþef lagði frá skítugum rúmunum. Það gátu liðið margir dagar áður en þessir menn fengu einhverja læknishjálp og oft var það svo, að dauðinn hafði orðið læknunum fljótari. Þess vegna má segja, að flestir hermannanna sem lagðir voru þarna inn voru dauðadæmdir. Þarna fannst hvergi vaskaföt, fötur, sápur, handklæði, rúmföt eða annar sjúkrahúsfatnaður. Það er því auðvelt að skilja, þegar þessar kringumstæður eru teknar til greina, að koma hjúkrunarkvennanna undir forystu Florence Nightingale, var eins og opinberun frá himni. 10.000 skyrtur koma frá Englandi Florence Nightingale þurfti á öllum sínum hæfileikum og starfskröftum að halda til þess að geta unnið við þær óhugnanlegu aðstæður, sem hún mætti í sjúkraskýlinu í Skutari. En ákveðnar fyrirskipanir hennar kæfðu alla mótstöðu. Þegar það kom fyrir einn daginn að fjöldi sjúkiinga varð hungurmorða meðan miklar matvæla- sendingar stóðu fyrir utan sjúkraskýlið óopnaðar, vegna þess að það var ekki til vinnuafl til þess að opna kassana, fékk Nightingale nokkra sjúklinga, sem voru ekki mjög illa haldnir til þess að framkvæma það verk. Þótt hún væri fremur lítið fyrir bréfaskriftir, var það samt hinum ákveðnu bréfum hennartil hermálaráðherrans að þakka að það tókst að útvega 10.000 nýjar skyrtur fyrir sjúklingana að heiman. Sjúkraskýlin voru geysilega umsetin og dagleg tala sjúklinga þar var 2400, enda þótt dauðsföllin væru milli 40 og 50%. Þessvegna mátti daglega sjá hóp burðarmanna bera inn særða hermenn og annan hóp sem bar út hina látnu. Vinnutími Night- ingale á þessum tímum var vægast sagt mjög strangur, hún vann að jafnaði 20 tíma sólarhringsins. „Konan með lampann“ Þegar dagurinn var liðinn og allir voru gengnir til náða, var dagsverki Florence Nightingale ekki lokið ennþá. Hún hafði kannski legið á hnjánum allan daginn við það að binda um sár eða við að gefa deyfandi lyf, en 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.