Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Síða 16

Æskan - 01.11.1980, Síða 16
jolaætintýr EFTI R P. C H R. ASBJÖRN SEN Vindurinn hvein í gömlu linditrjánum fyrir utan glugg- ana mína, snjógusurnar þutu eftir götunni og himinninn var eins dimmur og drungalegur og hann getur verið í desember. Og ég var líka í drungalegu skapi. Það var aðfangadagskvöld, það fyrsta, sem ég átti ekki að vera heima hjá mínu fólki. Fyrir nokkru síðan var ég orðinn liðsforingi og hafði hugsað mér að gleðja foreldra mína með því að koma heim til þeirra um jólin og líka hafði mig langað að sýna stúlkunum heima í sveitinni mig í mín- um nýja fína einkennisbúningi. En þá varð ég lasinn og þurfti að liggja í sjúkrahúsi nokkuð lengi, og þaðan var ég nú kominn fyrir nokkrum dögum síðan og var nú á því sem kallað er góður batavegur. Ég hafði skrifað pabba og beðið hann að senda mér hann Stóra-Skjóna með sleða, en bréfið komst varla heim fyrr en á annan í jólum og hesturinn ekki til mín fyrr en undir nýár. Félagar mínir voru farnir, hver heim til sín, og ég hélt ekki til hjá neinni fjölskyldu. Piparmeyjarnar tvær, sem ég bjó hjá, voru góðhjartaðar og nærgætnar, og höfðu látió sér mjög annt um mig, þegar ég var veikur. En allt hátterni þeirra var með allt of fornum blæ, til þess að ungum manni gæti geðjast það almennilega. Þær hugsuðu varla um annað en það sem liðið var, og allar þær sögur, sem þær sögðu mér voru líka frá liðnum dögum. Húsið, sem þessar heiðurs jómfrúr bjuggu í, var líka mjög vel við þeirra hæfi. Það var mjög gamalt með djúpum gluggum, löngum dimmum göngum, stigum dimmum og mjóum og loft- herbergjum, og var allt þar þannig, að maður hugsaði ósjálfrátt um drauga og álfa. Þar við bættist svo, að systurnar þekktu mjög fátt fólk, fyrir utan systur þeirra, sem var gift, kom þar aldrei annað fólk, en tvær mjög leiðinlegar maddömur. Það eina sem lífgaði upp þetta drungalega hús, var það, að stundum kom þangað lag- leg systurdóttir húsmæðranna og nokkur kát og fjörug bræðraböm þeirra, sem voru alltaf að nauða á mér að segja sér sögur og ævintýri. Ég reyndi að skemmta mér við það að horfa út um gluggann á allan fólksfjöldann, sem fór fram hjá úti á götunni í drífunni, með rauðblá nef og hálflokuð augu. Mér fór að þykja gaman af að virða þetta fyrir mér, en brátt tók að rökkva, ég gat ekki greint ásjónur fólksins lengur. Ég var einmitt að byrja að virða fyrir mér hina einkennilegu gömlu byggingu hinumegin götunnar, þar sem lyfjabúðin var, með sínum oddmjóu turnum og mörgu útskotum, mjóu gluggum og vindhönum á burstunum, þegar ég heyrði hávaða og barnahlátraj herberginu viö hliðina á stofunni, sem ég sat í og rétt á eftir var barið mjög varlega að dyrum hjá mér. Þegar ég sagði ,,Kom inn“, gekk hin eldri af systrun- um, sem húsum réöu, Metta hét hún, inn til mín og hneigði sig eins og venja var fyrir mörgum árum, spurði hvernig mér liði og bað mig með miklum afsökunum að vera gestur þeirra systra um kvöldið. ,,Þér hafið ekki gott af því að sitja einn hér í myrkrinu, blessaður herra liðs- 14 ÆSKAN — Verið hlýðin við foreldra ykkar og góð við systkini ykkar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.