Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 21

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 21
GRÝLUKVÆÐI eftir Jóhannes úr Kötlum Grýla hét tröllkerling leið og ljót, með ferlega hönd og haltan fót. I hömrunum bjó hún og horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. Á börnunum valt það hvað Grýla átti gott, og hvort hún fékk mat í sinn poka og sinn pott. Ef góð voru börnin var Grýla svöng, og raulaði ófagran sultarsöng. Ef slæm voru börnin varð Grýla glöð, og fálmaði í pokann sinn fingrahröð. Og skálmaði úr hamrinum heldur gleið, og óð inn í bæina — beina leið. Þar tók hún hin óþekku angaskinn, og potaði þeim nið’r í pokann sinn. Og heim til sín aftur svo hélt hún fljótt, — undir pottinum fuðraði fram á nótt. Um annað, sem gerðist þar, enginn veit, — en Grýla varð samstundis södd og feit. Hún hló, svo að nötraði hamarinn, og kyssti hann Leppalúða sinn. Svo var það eitt sinn um einhver jól, að börnin fengu buxur og kjól. Og þau voru öll svo undurgóð, að Grýla varð hrædd og hissa stóð. En við þetta lengi lengi sat, I fjórtán daga hún fékk ei mat. Þá varð hún svo mikið veslings hró, að loksins í bólið hún lagðist — og dó. En Leppalúði við bólið beið, — og síðan fór hann þá sömu leið. Nú íslenzku börnin þess eins ég bið, að þau láti ekki hjúin lifna við. Lengstu geimferðinni lauk 11. október s. I., þegar tveir sovéskir geimfarar, Leonid Popov og Valery Ryumin, sneru aftur til jarðar í Soyuz 37 frá geimstöðinni Salyut 6. Geimförunum var skotið frá sov- ésku Mið-Asíu 9. apríl. Þeir voru 185 daga í geimnum. Popov var sæmdur orð- unni „Hetja Sovétríkjanna“ og Ryumin annarri Lenínorðu. Ryumin átti fyrra geimdvalarmet ásamt öðrum geimfara, 175 daga og 36 mínútur. Vestur-þýski ævintýramaðurinn Jaromir Wagner var í október s. I. fyrstur manna til að ferðast yfir Atlantshafið standandi úti á þekju flugvélar. Ferðin tók tæpar 50 HEIMSMET klukkustundir í sjö áföngum. Erfiðasti kaflinn var frá Reykjavík til Narssarssuaq á Vesturströnd Grænlands. Maður nokkur í Danmörku, er heitir Magnus Jensen, telur sig hafa sett nýtt heimsmet í að segja brandara, 24 klukku- stundir og 5 mínútur. Aðspurður sagðist Jensen hafa safnað bröndurum og skemmtisögum frá því hann var drengur. Áður en yfir lauk hafði hann sagt 4000 þeirra, þrátt fyrir að hæsi gerði honum erfitt fyrir. Hann mun að sjálfsögðu krefj- ast þess að „Heimsmetabók Guinnes" viðurkenni afrekið. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.