Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 23

Æskan - 01.11.1980, Side 23
góði frelsari og konungur átti að fæðast í landinu hans. Hann gat fæðst í dag eða á morgun, kannski að ári. Það vissi enginn. Allt í einu sá Rúben eitthvað hreyfast inni í skóginum skammt framundan. Ef allt hefði nú verið eins og venju- lega, myndi hann hafa orðið ofsahræddur og snúið við. En það undarlega skeði, að hann varð ekkert hræddur. Hann vissi ekki hvernig á þessu stóð. En þetta var svo undarlegt kvöld. — Nei, hann hélt aðeins áfram. Þetta færðist nær, eitthvert stórt dýr var þarna á ferð og kom á móti honum. Stígurinn var svo þröngur þarna, að hann gat ekki vikið til hliðar, nema eiga það á hættu aðfesta sig í þéttu kjarrinu. En nú sá hann hvað þetta var. Þetta var stór skógarbjörn. Lítill 10 ára drengur var ekki nema nokkrir munnbitar handa svo stóru dýri. Rúben heyrði þungan andardrátt bjarnarins í kyrrðinni. Hann nam staðar — Björninn nam einnig staðar. Rúben horfði óttalaus í augu hans, en það skein engin grimmd úr þessum augum. Það skein þvert á móti úr þeim góðvild. Björninn lagði nú af stað aftur á móts við Rúben, og hann gekk fram hjá honum án þess að gera honum nokkurt mein. Og hann gekk svo nálægt honum, að Rúben fann heitan andardrátt dýrsins leika um andlit sér. Svo þrammaði björninn áfram eftir stígnum og hvarf út í myrkrið. Rúben hafði engan tíma til að hugsa um þennan furðulega atburð. En þakkaði þó guði í hljóði fyrir undursamlega handleiðslu. Hann hafði tafist nokkuð við þetta, og varð að vinna það upp aftur, þótt erfitt væri. Hann hljóp og hrasaði. — Stóð upp aftur og hljóp á ný. Hann þóttist heyra stunurnar frá móður sinni heima í litla húsinu þeirra. Það var auðvitað hugarburður. — Skyldi skógurinn ekki fara að taka enda? Hér var svo ógreið- fært. Hann hefði kannski heldur átt að fara hina leiðina, þótt hún væri nokkru lengri? — Hér var myrkrið svo svart. — Hér var kyrrðin svo djúp. Og þó var hún full af einhverjum undarlegum friði. Nei, hún var ekki óttaleg. I henni var heilagur friður, sem veitti öryggi og óttaleysi. Jafnvel tíu ára drengur gat farið um þennan skóg í kvöld, án þess að finna til ótta, jafnvel þótt villidýrin væru á næstu grösum. Hann hafði fundið til ótta heima við fjár- húsin hans föður síns á dimmum kvöldum. — En hér. — Nei, hér var hann ekkert hræddur. En hvernig skyldi mömmu líða? Hvenær skyldi hann verða kominn heim aftur með föður sínum? — Hann hljóp enn við fót, þrátt fyrir myrkrió. Trén voru nú orðin nokkuð gisnari. Það benti til þess, að hann myndi vera að komast út úr skóginum. Hann sá stjörnu blika hátt á lofti. Það var eitthvað að birta til . . . Kannski var hann að komast út úr skóginum? En á svipstundu nam hann staðar. Fáein skref fyrir framan hann var eitthvað á hreyfingu. Það hækkaði og varð að stórum, svörtum skugga. Það leyndi sér ekki hvað þetta var. Rúben sá loðinn makkann, já jafnvel veiðihárin. Þetta varstórt karlljón, sem hafði sofið þarna í skóginum, en vaknaði nú við mannaferðina. Enn datt Rúben í hug að flýja. En það var eins og því væri hvíslað að honum, að það væri óþarfi. Það var líka alveg tilgangslaust. Eftir nokkur andartök gat Ijónið náð honum, ef það vildi. Og þá var hann dauðans matur. En Ijónið gerði sig ekki líklegt til að ráðast á hann. Það teygði úr sér, geispaði og hristi makkann. Það leit til Rúbens eins og hann kæmi því ekkert við. Það brann enginn eldur úr augum þess, eins og títt er um Ijón, sem

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.