Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 24
eru í vígahug. Rúben þóttist ekki sjá þar neitt nema góðvild og frið. Hann gekk áfram, því aó honum lá mikið á. Hér var stígurinn orðinn að breiðu svæði. Hann var þó aðeins fáein skref frá þessum grimma konungi dýranna. En dýrið hreyfði sig ekki úr stað, leit aðeins vingjarnlega til litla drengsins, er hann gekk fram hjá. Svo geispaði það á ný, hristi loðinn makkann og lagðist svo aftur niður. Rúben skildi þetta ekki. Honum hafði svo oft verið sagt frá grimmd Ijónsins. Hann gaf sér þó ekki mikinn tíma til að brjóta heilann um þetta. Það var allt svo undarlegt í kvöld. Hann ætlaði að hugsa um þaö seinna, þegar hann mætti vera að því. En eitt var víst. Það var allt svo vinveitt í kvöld. Myrkrið, kyrrðin, dýrin, já, jafnvel steinarnir í götunni. Nú komst hann út úr skóginum, og í sama bili sá hann skært bál á sléttunni framundan. Það hlaut að vera bál hjarðmannanna. En þeir voru vanir að kveikja bál á kvöldin til aðfæla villidýrin frá hjörðinni. Þarna hlaut faðir hans að vera. Rúben litli andaði nú enn léttara. Nú gat hann tekið til fótanna. Hugsunin um móður sína veika, og kannski al- eina heima, gaf honum nýjan þrótt. Og þó hafði hann ekki fundið til verulegrar þreytu. Nú var skógurinn að GALDRAMAÐURINN baki, dimmur og þögull. Hann stefndi á logandi bálið framundan. Eftir nokkrastund var hann kominn ínánd við hjörðina, sem hafði þegar bælt sig í kvöldkyrrðinni. Sumir hjarð- mennirnir voru á verði og gengu umhverfis hálfsofandi hjörðina, en aðrir sátu umhverfis bálið og röbbuðu sam- an. Einnig hér ríkti djúp og heilög kyrrð. Hirðarnir töluðu saman í hálfum hljóðum, eins og þeir þyrðu ekki að rjúfa þessa helgu þögn, sem vafðist um þá og smaug inn ísálir þeirra. Féð lá hreyfingarlaust. Villidýrin létu hvergi til sín heyra. Allt var svo öruggt og friðsælt. Skyndilega sáu hjarðmennirnir einhverja litla veru koma hlaupandi utan úr myrkrinu. Þeim varð hverft við. Hver gat þetta verið? Var þetta mennskur maður eða kannski vofa? Hver gat verið á ferð hér úti á völlunum svo síðla kvölds? Lúkas hjarðmaðurvarð fyrsturtil að áttasig. Hann stóð á fætur á svipstundu og hljóp á móti þessari litlu veru án þess að gefa félögum sínum nokkra skýringu. ,,Rúben! Rúben! Elsku drengurinn rninn" kallaði Lúk- as og faðmaði son sinn að sér. ,,Hvað ert þú að gera hingað? Hvers vegna stofnar þú lífi þínu í hættu til að koma hingað út á vellina? Er nokkuð að heima?" En Rúben, sem var mjög móður, gat að lokum stunið upp: „Mamma — mamma er orðin veik. Hún sendi mig hingað. Þú verður að koma strax heirn." ,,Guó fsraels sé oss náðugur" hrópaði Lúkas. ,,Og er hún alein heima?" ,,Já, en Salóme gamla ætlaði að reyna að líta til henn- ar, ef hún gæti. En ég gat ekki verið fljótari. Myrkrið var svo svart. Einkum í skóginum." ,,l skóginum — fórstu í gegnum skóginn, elsku drengurinn minn?" hrópaði faðir hans. ,,Þú hefur lagt líf þitt í hættu, hrausti og hugrakki drengurinn minn. En, varðstu einskis var í skóginum?" „Jú, en við megum ekki vera að tala um það nú. Ég skal segja ykkur allt seinna. En það er allt svo undarlegt í kvöld, pabbi. En mamma bíður eftir okkur." Lúkas gekk síðan til félaga sinna og sagði þeim, hvað til stæði. Einhver þeirra lofaði að vaka fyrir hann, þegar að honum kæmi. En er þeir stóðu þarna og Lúkas var í þann veginn að leggja af stað, birti skyndilega og óvænt. Skínandi bjart- ur engill stóð hjá þeim og mælti: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ung- barn reifað og liggjandi í jötu." En á meðan hirðarnir hlustuðu undrandi á þennan boðskap, sáu þeir að með englinum var fjöldi himneskra herskara, sem fylltu loftið með söng og fögnuði. Þeir sungu: 22 ÆSKAN — Fyrir hvern breyskleika, er vér getum bent á hjá öðrum, höfum vér tvo sjálfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.