Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Síða 26

Æskan - 01.11.1980, Síða 26
Eiríkur Sigurðsson: HUNGRUÐ BÖRN (KAFLI ÚR ÓPRENTAÐRI BARNASÖGU) Dagur heyrði í útvarpinu að verið var að segja frá hungruðum börnum úti í heimi, og það ætti að safna pen- ingum til að kaupa mat handa þeim og senda þeim þangað. Það var sagt að margt fólk þar dæi úr hungri. Hann spurði mömmu sína um þetta. Hún lýsti þessu nánar fyrir honum og sagöi að svona mikil fátækt væri í hitabeltinu. Það ættu allir að láta eitt- hvað af hendi rakna til að hjálpa þessu fólki. Hún sagðist ætla að lesa fyrir hann grein í dagblaði sem nýlega væri komin og gæti hann þá betur skilið neyð þessara barna. Blaða- maðurinn segir þannig frá: „Lognmóða var í lofti og mikill hiti. Vió blaöamennirnir vorum staddir í bæ með stórum flóttamannabúðum. Út úr þeim kom hópur barna og með þeim gæslumenn í hvítum klæðum. Börnin voru klæðlítil og sum þeirra voru í rifnum fötum. Þau voru grönn og mögur. Aldrei höfðum við áður séð svona börn. Fallegar pálmakrónur prýddu þetta umhverfi, þar sem mannlífið var svo dapurlegt. Gæslumennirnir voru flest konur og fóru með börnin að skúr- byggingu þar nálægt. Þar voru lang- borð og á þeim matur á diskum. Börnin röóuðu sér að borðinu og tóku til matar síns. Við sáum fagnaðar- glampa í augum þeirra þegar þau sáu matinn. Þarna sáum við með eigin augum hvernig Barnahjálp Samein- uóu þjóðanna kom að notum til að seðja hungruð börn. Þegar við blaðamennirnir sáum þessa sjón, gerðum við okkur Ijóst að við höfðum aldrei skiliö til fulls þessa miklu neyð fyrr en við sáum hana með eigin augum. Öll börn sem við þekkt- um heima fengu nægan mat. Þó vur þau alltaf að kvarta yfir einhverju og heimta eitthvað. Þegar máltíðinni var lokið, fóru börnin aftur (röð út úr skálanum með gæslumönnum sínum út í flótta- mannabúðirnar. Við fylgdum þeim eftir. Við höfðum heimild til þess því að við áttum að skýra frá líðan þessa fólks heima. Við sáum þar eina móður með lítið barn í faðmi sér. Hún vafði þetta litla, horaða barn að sér og móðurástin skein úr svip hennar. Ég er þess fullviss að hvert einasta barn á íslandi mundi gefa allt úr aurabauknum sínum og neita sér um allt sælgæti ef þau fengju aðeins að sjá allt það sem við sáum. Þá sáum við að gæslumennirnir gáfu börnunum eitthvað úr matskeið. Það var þorskalýsi. Ekkert meöal er betra handa þessum börnum. Þetta lýsi var frá íslandi. Okkur hlýnaði fyrir brjósti og við fylltumst gleði þegar við hugsuðum til þess að okkar litla þjóð var einnig með í þessu björgunar- starfi. Nú var litla barnið sofnað í fangi konunnar. Hreinleiki og ró var í svip þess. Við sáum að mörg börnin sofn- uðu eftir máltíðina. Nú leið þeim vel. Önnur fóru að leika sér að gullum sem Eiríkur Sigurðsson. þeim höfðu verið fengin. Nú tókum við eftir hvað handleggir og fótleggir þessara barna voru grannir. Þau voru víst búin að svelta lengi. Bráðlega mundu þau aftur fara heim til sín þegar ástandið batnaði þar eitthvað. En hvað mundi þá taka við? Mundu þau fá nóg að boróa heima? Einn lítill drengur var að tala við móður sína. — Hvenær förum við heim, mamma? — Það veit ég ekki. Hér líður okkur vel. Hér fáum við að borða en það er enginn maturtil heima. — En gullin mín eru heima. — Já, þú færð þau aftur þegar við komum heim. — Hvarerpabbi? — Hann er að laga til á ökrunum eftir flóðin, svo að hægt verði að sá hrísgrjónum í þá aftur. Þá fáum við nóg að borða. •— Hver gefur okkur matinn hér, mamma? — Það gerir gott fólk í öðrum löndum. Það hefur sent okkur þennan mat af því að við erum svöng. — Veit það um okkur? — Já það fréttir að flóðin hafi eyðilagt akrana okkar og við höfum ekkert að borða. Við blaðamennirnir hlustuðum á þetta samtal með athygli og reyndum að skrifa það upp. Okkur fannst það skýra svo vel neyð þessa fólks. Seinna náðum við upp öðru sam- 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.