Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 29

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 29
Við þessa ræðu sló þögn á hóþinn. Allir þrinsarnir og prinsessurnar litu á hvert annað í mikilli undrun. En þau eldri hvísluðu hvert til annars: — Þetta er bara ný þraut. Þess vegna svöruðu þau: — Faðir, við verðum hjá þér. Aðeins Mirsa og Mirjam gengu tram og báðu hvort um sig um sitt hvorn úlfalda. — Hvað er þetta, sagði konungurinn. Öll börnin ætla aö halda tryggð við mig. Aðeins tvö þau yngstu ætla að flýja. — Það er ekki okkar vegna, faðir minn, en þín vegna, svöruðu þau bæði og kysstu hann á höndina. — Farið burt frá augum mínum þiö óþakklátu ormar og komið aldrei aftur. Nú var kóngurinn reglulega reióur. Og svo rak hann þessi tvö yngstu börn sín út í eyði- mörkina með úlfaldana sem þau fengu. Mirsa og Mirjam riðu döpur hlið við hlið og vissu ekki annað en árás Persakonungs væri full alvara. Þau höfðu strax gert sér áætlun um aö bjarga föður sínum. En meðan þau riðu í gegnum eyðimörkina ræddu þau þetta mál betur. — Við förum til herbúða Persakonungs, Mirsa. Þar eetla ég að kasta mér fyrir fætur hans, kyssa skó hans og biðja hann um að hlífa föður okkar. — En ef hann bænheyrir þig ekki Mirjam ætla ég að rísa á fætur eins og Ijón og slá hann til bana. Þá verða Persarnir neyddir til að flýja. Þó aö þeir geri út af við mig, þá dey ég glaður. Þá hef ég bjargað föður mínum. Svo héldu þau lengra og lengra inn í eyðimörkina þó að þar væri enginn vegur. Svo varö sólsett og um leið var komin svartnætti íkringum þau. — Heyrðu bróðir, hvers vegna eru úlfaldarnir svona órólegir. Þeir eru alltaf að staðnæmast eins og þeir vilji ekki fara lengra? — Já, Mirjam. Þeir eru hræddir. Þeir heyra til Ijónsins, konungs dýranna sem er á veiðum. En verum hugrökk. Ljónið gerir okkur ekki mein meðan það hefur antilópur og gasellur til að veiða. Nokkru síðar sagði Mirjam: — Heldurðu að einhver hafi villst í eyðimörkinni? Mér finnst ég heyra neyðaróp. — Vertu bara hugrökk. Þetta eru hýenurnar sem elta Ijónið til að fá leifarnar af bráð þess. En hýenurnar eru huglausar. Ég get rekið þær frá okkur með svipu minni. Að lokum sagði Mirjam: — Nú heyri ég hljóð nálægt okkur. Og þetta eru hræðileg hljóð. Hvað getur það ver- Ið, bróðir? Nú staðnæmast úlfaldarnir líka alveg. Þeir skjálfa, bróðir. Alveg eins og lauf möndlutrésins á undan jarðskjálfta. — Haltu þér fast við hliðina á mér, litla systir. Við leggjum allt í Allahs hendur. Af því það var svo dimmt gat hún ekki séð hve fölur hann var. Því að Mirsa hafði þekkt tígrisdýrið á öskrinu. Og tígrisdýrið er mesta villidýr eyðimerkurinnar. Allt lifandi er í hættu þa'r sem það æðir áfram. Mirjam varó hræddari og hræddari, því að villidýrs- öskrið kom nær og nær. Hún bað til Allah. (Það er nafn Araba á guði). — Mikli Allah. Við erum tveir aumingjar, reknir að heiman af vorum eigin föður. Við finnum engan veg og ekkert skjól í eyðimörkinni. Nú eru villidýr í öllum áttum. Þú verður að hjálpa okkur, svo að ekkert vont hendi okkur. Þín almáttuga hönd leiði okkur í gegnum allar hættur. Mikli Allah. Biddu engla þína að leiða okkur að góðum næturstað. Á meðan Mirjam bað þessarar bænar heyrðu þau að tígrisdýrið lagði á flótta undan einhverjum sem það ótt- aðist með ógurlegu öskri. Þá hættu úlfaldarnir að skjálfa og héldu áfram. — Heyrðu Mirsa. Tveir Ijósgeislar eru á undan okkur. Annarfyrirframan minn úlfalda og hinn fyrir framan þinn. — Já, nú sé ég þá líka, Mirsa. Það eru sennilega tunglskinsgeislar sem hafa brotist gegnum skýin. — Nei, nú sé ég þá betur. Það eru tveir hvítir englar sem leiða úlfaldana okkar. Þökkum Allah, Mirsa, fyrir að við erum að koma að gróðurvin. í birtu frá englunum get ég séð pálmana og brunninn þar. Þetta var rétt hjá Mirjam. Þau voru komin að gróðurvin. Þar fengu þau stað til að vera yfir nóttina og Allah verndaði þau. Daginn eftir þökkuðu þau guði fyrir hjálpina. Svo brynntu þau úlföldunum sínum, fylltu vasa sína af döðl- um og leðurflöskur sínar með vatni. — Við skulum ríða móti sólaruppkomunni, sagði Mirsa, því að Persarnir búa í landi morgunroðans. Um miðjan daginn var hitinn mjög þrúgandi. Mirsa leit kvíðandi íkringum sig: — Segðu mér, kæri bróðir, hvers vegna ég á svo erfitt með að anda, og hvaða gul ský koma úr suðri og nálgast okkur? — Allah er reiður við okkur, Mirsa. Það er vindurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.