Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 30

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 30
sem feykir eyðimerkursandinum á móti okkur. Ef við för- um ekki af baki munum við bíða bana. Bæði börnin hoppuðu af baki og lögðust fyrir í hléi við úlfaldana. Allt í einu þutu gulu skýin eins og þrumuveður yfir þau. Loftið varð heitt eins og glóandi ofn. Sandkornin voru eins og neistar frá eldi. Það varð niðadimmt. Þau urða að byrgja andlitin til þess að fá ekki sandinn í augu, nef og munn. Þetta stóð yfir í sex mínútur. Svo birti til aftur. Mirsa grófsig útúrsandinum meðsínumgrönnu handleggjum. Svo hjálpaði hann systur sinni. En úlfaldarnir höfðu kafnað í sandinum: — Veslings Mirjam. Nú er úti um okkur. Skip eyðimerkurinnar geta ekki borið okkur lengur yfir sandauðnina, og spor okkar hverfa vegna stormsins. — Vertu hugprúður, Mirsa. Ekkert dýr á jörðinni er eins duglegt í eyðimerkurferðum eins og úlfaldarnir. Jafnvel þótt úlfaldarnir yrðu að láta lífið í eyðimerkur- storminum erum við þó á lífi. Allah hefur bjargað okkur aftur. Við skulum fá okkur vatnssopa og halda svo áfram. Englarnir munu hjálpa okkur. Mirsa þagði, en þau drukku síðasta vatnið sem til var og svo héldu þau áfram gangandi í brennandi sólar- hitanum. Eftir nokkra stund sagði Mirsa: Það þýðir ekkert að halda lengur áfram. Við skulum leggjast niður til að deyja. — Nei, Mirsa, við skulum bjarga föður okkar. Við skulum þræða þessa slóð strútanna. Stundarkorni síöar staðnæmdist Mirsa aftur: — Nú er ég þrotinn að kröftum. Við verðum að deyja. — Nei, Mirsa. Við veröum að bjarga föður okkar. Þarna eru Jeríkó-rósir. Þær fá alltaf græn blöð aftur, þó að þær hafi verið lengi án vatns, ef þær fá vatn aftur. Bráðum sjáum við þær með grænum blöðum. En eftir nokkra stund vildi Mirsa aftur kasta sér niður til að deyja. Þá hlustaði Mirjam eftir vindinum: — Ég heyri þung skref úlfalda í eyðimörkinni. Við fáum að lifa til að bjarga föður okkar. Nokkru síðar kom stór úlfaldalest sem fann þessi tvö börn sem voru fótgangandi í eyðimörkinni. Ríki kaup- maðurinn sem átti þessa lest miskunnaði sig yfir börnin og lofaði þeim að sitja hvort á sínum úlfalda. — Hvert eruð þiö að fara? — Við erum að fara til Persakonungs. — Þá megið þið koma með okkur. Við erum að fara til Teheran, höfuðborgar Persíu. Hinn mikli fursti þar kaupir fílabein og gullsand af mér. Þrjár vikur og þrjá daga máttu þau ferðast áður en þau komu að höfuðborg Persíu. Daginn eftir fór kaupmaður- inn með þau til hinnar gylltu hallar konungsins. Konungurinn sat á sínum fílabeinsstóli. Tvö tamin Ijón lágu við fætur hans. Mirsa og Mirjam þorðu varla til hans. Þau voru ekki hrædd við kónginn. Þau voru sjálf kon- ungsbörn. En það voru Ijónin. Að lokum hætti Mirjam sér fram hjá þeim, kastaði sér niður fyrir framan kónginn, kyssti fætur hans og sagði: — Herra konungur, við höfum heyrt að þú ætlaðir að ráðast á föður okkar, kónginn í Arabíu, drepa hann og gera börn hans að þrælum. Þess vegna erum við komin hingað til að biðja þig að láta reiði þína bitna á okkur tveimur. Ef þú vilt gera mig að þræli þínum, skal ég standa daglega við hásæti þitt og fæla flugurnar burtu frá þér. En bróðir minn, Mirsa, mun verja þig fyrir óvinum þínum, því að hann er sterkur eins og Ijón. — En ef ég verð ekki við bænum ykkar, hvað gerið þið þá? — Þá skalt þú berjast við mig um líf föður míns, svar- aði Mirsa. Ég mun steypa þér af stóli eins örugglega og Allah heyrir bænir hinna réttlátu. Persakóngur brosti í skeggið við orð drengsins: — Gott. Ég ætla að hugsa málið í sjö ár. Á þeim tíma skal ég ekki gjöra föður þínum neitt mein. En meðan ég tek enga ákvörðun eigið þið að verða þrælar mínir. Nýja árið kemur þjótandi, en ef þið leitið vel, getið þið fundið gamla árið í felum. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.