Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 31

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 31
í sjö ár urðu þau að starfa sem þrælar við hirðina og vinna allskonar erfið verk. Á þessum árum þroskuðust þau mikið og blómstruðu eins og ung sedrustré og þoldu allt til að þjóna föður sínum. Dag nokkurn sagöi Mirsa við Mirjam: — Nú eru sjö ár liðin. Kóngurinn verður að taka ákvörðun. Ég vil ekki vera hér í þrældómi lengur. Á sömu stundu gekk konungurinn inn: — Þið hafið þjónað mér af trúmennsku í sjö ár og ég sé að þið eruð trygg í lund. Þess vegna ætla ég að segja ykkur fréttir úr föðurlandi ykkar. Hinir sex bræður ykkar hafa tekið kon- unginn til fanga og sett hann í fangelsi. En hinar sex systurykkar eru þarfangelsisverðir ásamt fleiri mönnum. Kóngurinn fær aðeins eina döðlu á dag og það á að svelta hann til bana. Af því að þið hafið reynst mér trygg, þá ætla ég að senda her til að bjarga honum. Þú, Mirsa, átt að vera foringi fyrir þeim her. Mirjam á að losa hann úr hlekkjunum. Her Persanna fór svo af stað með'fílum og úlföldum. Mirsa var herforinginn. Mirjam reið ungum úlfalda í gylltum söðli og með perlulögðu beisli. Gamli konungurinn í Arabíu sat sorgmæddur og svangur einn í fangelsisklefa og starði á dagsljósið gegnum grindagluggann. En dag nokkurn stóð hinn hundrað ára gamli Enok þar fyrir utan. — Hvernig líður þér konungur? — Enok, manstu eftir draumnum mínum? Hamingju- samari eru þeir, sem guð hefur aldrei gefið neitt barn, því að þeir hafa aldrei alið neinn dreka við barm sér. — Nei, konungur. Hamingjusamari eru þeir menn sem guð hefur gefið góð og trygglynd börn. Þau eru gullkorn í heimili fátæka mannsins og perlur í kórónu konungsins. En þú ætlaðir að kaupa velvild barna þinna með loforði um konungsríki. Nú hafa þau tekið frá þér bæði kærleikann og ríkið. — Æ, þau börn sem ég elskaði mest stóðust ekki þrautina sem ég lagði fyrir þau. Þau yfirgáfu mig fyrst. Heyrir þú ekki, Enok, til þrumuveðurs frá Allah til að refsa börnum mínum? — Ég heyri dætur þínar spila og syngja í gestaveislum í þínu konunglega tjaldi. — Allah hlýtur að vera dauður, annars gæti slíkt ekki átt sér stað. Ef þú sérð ekki neitt annað gleðilegra þá vil ég deyja. — Bíddu aðeins við, herra konungur. Kannski Allah sé enn á lífi. Ég sé sandfok við sjóndeildarhring í eyði- mörkinni og eitthvað sem glitrar á í sólskininu. — Kemur þetta nær? spurði konungurinn. — Já, það nálgast. Nú sé ég riddara, úlfalda og fíla. Þetta er mikill her. Á undan ríður glæsilegur prins. Á eftir honum kemur fögur prinsessa. Frá tjaldi þínu heyri ég hróp og vopnagný. Synir þínir þræta þar um hver eigi að setjast íkonungsstólinn. — Þá ætla ég að bíða, sagði kóngurinn. • M fl fl X :0 s • pH *0 o Þessir tveir þreyttu feröalangar eru búnir að ferðast um eyðimörkina í marga daga vatns- og matarlausir. Reyndu nú að hjálpa þeim að komast sem fyrst að vatninu — svo að þeir geti svalað þorsta sínum og hvílt sig. Hinir sex prinsar höfðu otað sverðum sínum hver að öðrum og urðu einskis varir fyrr en ókunni herinn hafði umkringt borgina. Prinsinn sem stjórnaði ókunna hern- um lét brjóta upp borgarahliðið og reið inn í borgina á hvítum hesti. Hvað sá hann? Allir hinir sex prinsar höfðu höggvið hver annan til bana. Hinar sex prinsessur lágu dauðar yfir brotnum hörpum sínum. En hin ókunna prinsessa hélt áfram beint að fangelsinu. Þar leysti hún konunginn úr hlekkjunum, kyssti á hönd hans og leiddi hann út ígrænan konungsgarðinn. — Æ, andvarpaði gamli konungurinn. Nú er ég barn- laus, gamall maður. Ég ann engum á jörðinni. Betra hefði verið aö ég hefði dáið líka. — Herra konungur, hvað mundir þú segja ef Allah gæfi þér aftur hin tvö trygglyndu börn þín í stað þeirra sem þú hefur misst? — Það er ógerningur, ókunna prinsessa. Ég átti son sem hét Mirsa og dóttur sem hét Mirjam. En þau hafa svikið mig fyrir löngu. Þá gat Mirjam ekki lengur varist gráti. Hún faðmaði föður sinn og sagði honum allt eins og var. Mirsa prins hneigði sig fyrir föður sínum og gaf honum ríki sitt aftur. Gamli kóngurinn blessaði þessi trygglyndu börn. Þau fengu einnig blessun Enoks áður en hann fór. Þá er þessari sögu lokið. En Allah lifir enn eins og þá. Eiríkur Sigurðsson þýddi. ÉSHBBBBBBHBBHBBBHBBBB*BHHHaBBBBHBBHHBBBaBI 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.