Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 39
LJÓSÁLFASAGA FRÁ INDLANDI Fyrir mörgum, mörgum árum var lítil stúlka, sem hétTara, erátti heima í Indlandi. Hún var hraust og sterk- byggð og einnig mjög falleg, en hún var mjög löt við að hjálpa mömmu sinni við heimilisstörfin. ,,Ef ég hefði nú bara", hugsaði hún með sjálfri sér, ,,fæðst í konungshöll og verið regluleg prinsessa, myndi ég hafa þjóna á hverjum fingri, og þeir myndu gera allt fyrir mig. Þá þyrfti ég ekki að þola þessi leiðinlegu heimilis- störf, en myndi vera hamingjusömust allra." Dag nokkurn, þegar hún var á heimleið úr skólanum, fann hún til mikillar þreytu, svo hún settist niður hjá stóru tré, hallaöi sér upp að því og fór aó hugsa um, hvað hún þyrfti nú mikiöað vinna, þegarhún kæmi heim. „Hvað ætti ég nú til bragðs að taka?" hugsaði hún. Rétt í því kom lítill fugl og settist á grein beint fyrir ofan hana. ,,Ö, litla stúlka", sagði fuglinn með sinni fögru syngjandi röddu, ,,hvers vegna líður þér svona illa?“ þú ert eitthvað svo undur stúrin á svipinn". ,,Ég er fátæk stúlka", svaraði Tara. ,,Ég á hvorki gullhálsmen, hringa né falleg föt til að fara í, og þegar ég kem heim úr skólanum, þarf ég að þvo potta og pönnur og annað dót, og gæta litla bróður míns. Ég fæ ekki augnabliks hvíld. Ég er mjög óhamingjusöm. Hvað á ég að gera?“. ,,Kæra Tara“, svaraði litli fuglinn, ,,ég vorkenni þér mjög mikið, en komdu með mér, ég ætla að fara með þig í smá ferðalag." Töru til mikillar undrunar fór litli fuglinn að stækka og stækka, þangað til að hann var orðinn að gríðarstórum fugli, svo stórum, að hún gat stokkið á bak honum og setið þar mjög þægilega. Þá hóf fuglinn sig til flugs. Hann flaug yfir skóga, ár, vötn og akra, en Tara horfði niður gagntekin af hrifningu yfir allri þeirri fegurð, er hún sá. Eftir nokkurn tíma flugu þau yfir fallega höll, þar sem lítil prinsessa, álíkastórog Tara, lá í mjög skrautlegu rúmi. Hún var í afskaplega fínum föt- um, með skínandi hálsmen og eyrna- lokka úr gulli. í því komu þjónar hennar og færðu henni önnur fín föt og aðra skartgripi. Þá sagði litla prinsessan: ,,Ó, ég er svo leið á öllu þessu, mikið vildi ég heldur, að ég hefði fæðst á fátæku heimili, gengið í skóla með öðrum börnum, þá gæii ég farið á basara á helgidögum, farið í verslanir og hjálpað mömmu heima við. Mikið hefði ég þá orðið hamingjusöm". ,,Þarna sérðu, Tara“, sagði fuglinn „jafnvel prinsessan, sem á falleg föt og fína skartgripi, er ekki hamingju- söm." Þau héldu síðan áfram ferðinni, og komu á annan stað, þar sem þau sáu lítið, snoturt og hreinlegt hús. Þar átti heima lítil og mjög fátæk stúlka, en hún var broshýr og ánægð, þegar hún var að segja móður sinni, hvernig hún hefði eytt deginum. Um morguninn hafði hún lært lexíurnar sínar, gefið annarri fátækri stúlku alla aurana sína, síðan tíndi hún mikið af blómum, sem hún fór með á barnaspítalann handa veiku börnunum. Hún hafði einnig lært að búa til smákjötrétt úr afgöngum, og að lokum hafói hún þvegið óhreinu fötin sín. Eftir að Tara hafði hlustað á allt þetta, sagði hún: ,,Góði fugl, farðu nú með mig heim, nú veit ég, hvernig ég get orðið hamingjusöm. Ég ætla líka að gera heimilið mitt hreint og fallegt, og gera fjölskyldu mína glaða og ánægða með því að hjálpa til heima". Síðan flaug fuglinn með hana heim. Tara hljóp þegartil mömmu sinnar, og sagði henni frá hinni dásamlegu flugferð sinni. Daginn eftir, þegar fuglinn kom til að heimsækja Töru vinstúlku sína, sá hann, að hún var önnum kafin við að hjálpa henni mömmu sinni. H. T. þýddi. ann. Ég reyndi að reka á brott regn- skýin, en þau hlógu bara að mér.“ Allir Sólargeislarnir höfðu álíka sögu að segja, en mamma Sól hug- hreysti þá og sagði: ,,Elsku börnin mín, ég er hreykin af ykkur, því að þið hafið reynt að gera eins vel og þið gátuð. Ykkur skjátlaðist bara í einu, þið reynduð öll að vinna erfitt verk einsömul — upp á eigin spýtur. Það getið þið að líkindum gert hérna heima, en úti í hinum stóra heimi verðið þið að vinna saman að verk- efnunum, ef ykkur á að takast eitthvað. Einn Sólargeisli er ekki nóg til að hlýja einum smaladreng, sem er að farast úr kulda, og auðvitað getur ekki ÆSKAN — Sjálf jólin einn Sólargeisli þurrkað upp heilan kornakur, eða rekið á brott stór og þung rigningarský. Alein eruð þið lítils megnug og vesæl, en þegar þið hjálpist að og vinnið saman, eruð þið sterk og mikils megnug. Þið skuluð samt ekki halda, að þið hafið ekki gert gagn í dag, þið hafið sýnt, að þið viljið gjarnan hjálpa, og ég fékk að hvíla mig. Á mörgun förum við saman, ég skal sýna ykkur alla hina víðu veröld, og þið munuð iæra að vinna saman. Og svo lærðu Sólargeislarnir að vinna saman með mömmu Sól sem foringja, þau læröu, að það er miklu meira gaman að fá að hjálpa til við að gleðja aðra, heldur en að vera að leika sér allan daginn, en vafalaust hefur mamma þeirra séð svo um, að þau fengju einnig tíma til að leika sér. Allsstaðar í heiminum, þar sem mamma Sól er á ferðinni með Sólar- geislana sína, gefa þeir frá sér svo mikla birtu og gleði, að mannabörnin reyna aó líkjast þeim. „Sólargeislarn- ir“ í Suður-Afríku eiga sitt heit, engu síður en aðrir Ljósálfar, en það er svona: ,,Ég reyni að gera skyldu mína við Guð og landið mitt, hjálpa öðru fólki á hverjum degi, fyrst og fremst heima hjá mér." H. T. þýddi. barnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.