Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 55

Æskan - 01.11.1980, Side 55
Eiríkur litll var duglegur drengur, sem hjálpaði pabba og mömmu vel, og þó að hann væri ekki nema 13 ára, gat hann bæði passað litlu systkinin sín, mjólkað geitina og hlaðið brenni í kesi. Pabbi hans var brennihöggvari og barðist í bökkum með að hafa ofan í sig og fólk sitt að borða. Veturinn lagðist snemma að og fyrstu skíða- gestirnir voru komnir á gistihúsið. Það lá illa á Eiríki. Hann heyrði nefnilega pabba og mömmu tala um, að þetta árið yrðu engin ráð með að halda jólahátíð, því að þau ættu ekki einu sinni peninga fyrir nauðsynleg- asta fatnaði. Eiríkur fór nú að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti unnið sér inn pen- inga til að halda jólin. Svo datt honum nokkuð í hug. Án þess að láta nokk- urn heima hjá sér vita, fór hann á gistihúsið og spurði hvort hann gæti ekki hjálpað til þar. Það fór svo að nóg var handa honum að gera. Á hverjum morgni fór hann á fætur áður en pabbi hans vaknaði, setti á sig skíðin og fór í gistihúsið og mokaði snjó og burstaði skóna gestanna. Þegar þetta var gert flýtti hann sér heim til þess að foreldra hans skyldi ekki gruna neitt. Eiríkur varð fljótt vinsæll, hann kynntist líka jafnöldrum sínum meðal gestanna og kenndi þeim margt vió- víkjandi skíðagöngu, því að þar var hann þeim miklu fremri. Skankalangi Jan, sem átti heimsins bestu skíði, var alltaf að kútveltast í snjónum, en átti bágt með að fara að ráðum fátæka drengsins. Hann varð gulur af öfund, þegar hann sá Eirík koma brunandi í svigi niður hlíðarnar, að aflokinni vinnu. En nú varð Jan innkulsa af öllum veltunum í snjónum og lá í nokkra daga. Einn daginn var Eiríkur sendur til hans meö heitt vatn. Hann starði á allt fallega dótið, sem var kringum Jan, og meðal annars gullúrið, sem hann hafði fengið í jólagjöf, fyrir sig fram. Meðan Jan var að þvo sér bjó móðir hans um rúmið og Eiríkur tók ösku úr ofninum. Og síðan.fór hann heim, alveg ringlaður af öllu þessu dýrmæti, sem hann hafði séð. Morguninn eftir, þegar Eiríkur kom á gistihúsið til morgunsnúninganna, var honum tekið með ónotum og kulda. Honum var skiþað að fara inn til gistihússeigandans, sem hafði ver- ið honum svo góður. En nú var hann byrstur og bar það á hann, að hann hefði stolið gullúri Jans. Það var horfið. Og nú hótaði hann Eiríki lög- reglunni, ef hann meðgengi ekki undir eins. Eiríkur var eins og þrumu lostinn og sór og sárt við lagði, með 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.