Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Síða 66

Æskan - 01.11.1980, Síða 66
«t»»SKÁTAOPNAN« Jfr Lestu að staðaldri bænir þínar og lestu Biblíuna, þá dásamlegu gömlu bók. Lestu einnig aðra dásamlega og gamla bók, sem heitir ,,Bók náttúr- unnar“. Veittu henni athygli og læróu allt sem þú getur um allar þær dá- semdir, sem vekja gleði þína í ríki náttúrunnar. Hugleiddu svo með sjálfum þér, á hvaða hátt þú best get- ur notað lífið, sem Guð hefur lánað þér — í þjónustu hans. Ef við erum vinir, langar okkur ekki til aó eiga í deilum, og með því að leggja rækt við vináttuna, eins og við höfum kostað kapps um á alheims- mótum okkar, undirbúum við jarð- veginn til lausnar alþjóðadeilna, með rökræðum í bróðerni. Það mun hafa stórfelld og lífsnauðsynleg áhrif í friðarátt meðal jarðarbúa. Og því skulum við skuldbinda okkur til þess að styrkja sem best vináttuna við skáta frá ýmsum löndum, og stuðla að varðveislu frióarins, hamingju og góðvild meðal mannanna. Það er hugarfarið sjálft, sem mestu máli skiptir. Þegar skátaheitið og skáta- lögin eru í raun og veru komin til framkvæmda, er styrjaldir og deilu- ástæðan úr sögunni. UPPHAF OG SAGA SKÁTAHREYFINGARINNAR Skátafélagsskapurinn er stofnaður árið 1907. Það var Lord Baden-Powell af Gilweller sem stofnaði hann. Bad- en-Powell var einn af hershöfðingjum Breta í Búastríðinu í Suður-Afríku. Við vörn borgarinnar Mafeking hafði hann komist að raun um, hve ótrúlega miklu drengir 11 —18 ára geta áorkað sér og öðrum til gagns og jafnframt sér til skemmtunar. Þegar hann kom svo aftur heim til Englands, tók hann með sér hóp af drengjum í útilegu í tjöldum nokkra daga. Þar urðu drengirnir sjálfir að annast allt, sem gera þurfti. Hann kenndi drengjunum að gera alla hversdagslega hluti, þeir áttu að læra að vera sjálfbjarga, hjálpa sér sjálfir og hjálpa öðrum. Þannig hófst skátastarfið, og skátafélag var stofnað samstundis. Fregnin um skátafélag Bad- en-Powells barst víðs vegar um heim, og margir, sem til þess spurðu, urðu svo hrifnir, að þeir mynduðu sams- konar félagsskap með sér. Þegar skátafélögunum fjölgaði, gerðu þau með sér samband og ákváðu að starfa eftir þeim grundvallarreglum, sem Baden-Powell hafði sett fyrstur og hann gerði grein fyrir í bók sinni: „Scouting for boys“. Til fslands kom félagsskapurinn ár- ið 1912. Árið 1920 var stofnað al- þjóðasamband skáta. Samband þetta mynda sambönd skáta í ýmsum lönd- um. Sambandið hefur aðalbækistöð sína í London. Stjórn þess er skipuð fulltrúum frá mörgum löndum. Fyrsti forseti eða alheims skátahöfðingi var kjörinn Baden-Powell, og gegndi hann því starfi til dauðadags 8. janúar árið 1941. SKÁTAFÉLAG ER ÞJÓÐLEGT Þó að skátafélög séu í alþjóðasam- bandi, þá er skátafélag, í hvaða landi sem er, fyrst og fremst þjóðlegt félag. Það er lagað að meira eða minna leyti eftir staðháttum hvers lands og þjóð- félags. Skátastarfið miðar að því að hjálpa unglingum til þess að verða góðir og nýtir menn. — Skátafélag er þegn- skapur — og drengskaparskóli, eins og Franklin D. Roosevelt Bandaríkja- forseti orðaði það. En þótt markmið sé hátt og göfugt, þá er ekki ætlast til, aö skátafélögin eigi að vera neinn skóli í venjulegum skilningi, heldur leikflokkar, sem hlýða vissum leik- reglum. Skátastarfið er frístundastarf, og enginn skáti má gleyma skyldu- störfum fyrir því. Framhald. 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.