Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 78
HVAÐ viltu VERÐA?
Garðyrkjumaður
Flestir þeir, sem garðyrkjunám ætla
að stunda, sækja um skólavist í
Garðyrkjuskóla ríkisins sem er að
Reykjum í Hveragerðl. Skólastjóri þar
er Grétar Unnsteinsson og síminn
99-4248 Hveragerði.—
Garðyrkjunám tekur 3 ár. Bóknám
er í 1614 mánuð og er kennt á tímabil-
inu 15. október til 1. apríl. Þá verða
allir nemendur að stunda verknám við
skólann í 2 mánuði. Að öðru leyti
skulu ylræktarnemar og nemendur í
almennri garðrækt vinna við skólann
eða á viðurkenndum garðyrkjubúum
undir handleiðslu garðyrkjumanns.
Skrúðgarðyrkja er viðurkennd iðn-
grein og skulu nemendur vera á
namssamningi hjá skrúðgarðyrkju-
meistara samkvæmt ákvæðum laga
um iðnfræðslu. Námstími er 3 ár.
Inntökuskilyrði eru 15 ára aldur,
miðskólapróf eða hliöstæð menntun
og að hafa starfað við garðyrkju í
a.m.k. 3 mánuði áður en skóli hefst.
Skólinn eða námið skiptist í þrjú
stig: ylrækt, skrúðgarðarækt og
matjurtarækt. Heimavist mun vera í
skólanum og eru rúmlega 30 nem-
endur teknir inn.
G.H.
Hvaö viltu verða?
Innanhússarkitekt
Störf þeirra eru einkum fólgin í því
að skipuleggja og gefa ráð um inn-
réttingar hússins eða íbúðarinnar eft-
ir að byggingin er orðin fokheld eða
lengra komin.
Að sjálfsögðu þarf sá, er þetta starf
innir af höndum, að hafa til að bera
góða sköpunargáfu og vera hug-
kvæmur í besta lagi. Stúdentspróf
þarf fyrst aö taka og síðan stunda
nám erlendis. Stúlkur jafnt og piltar
fara í þetta nám, og bréfritaranum
sem er stúlka, viljum við benda á
eftirfarandi: Hefur þú gaman af að
endurskipuleggja staðsetningu hús-
gagnanna í íbúð þinni? Hefur vin-
stúlka þín beðið þig að hjálpa sér við
að koma hlutunum í laglegt horf hjá
sér? Ertu sæmilega góð að teikna? o.
s. frv. — Laun innanhússarkitekta
munu vera góð, en um taxta þeirra
vitum við ekki.
[ bréfi frá Steinunni í Borgarfirði er
spurt um nám í innanhússarkitektur
og í bréfinu eru einnig nokkrar
ákveðnar spurningar um þetta. —
Hér koma svör við þeim: 1. Já, að
minnsta kosti eitt Norðurlandamál,
t. d. dönsku, eða þá ensku. 2. Já, t.d. í
skóla í Kaupmannahöfn. 3. Það tekur
2 til 3 ár. 4. Já, betra mun vera að
komast eitthvað niður í tækniteiknun
grunnskólans, ef kennd er þar. 5. Já,
teikning þarf að liggja vel fyrir þeim,
sem fást við þetta starf. 6. Hann gerir
tillögur um tilhögun alla innanhúss,
eftir að húsasmíði er lokið meó fok-
heldu ástandi. 7. Já, innanhússarki-
tektar geta hvort sem er starfað
sjálfstætt eða hjá fyrirtækjum. —
64
Gleymið ekki að tilkynna vanskil eða breytingar á heimilisfangi