Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 82

Æskan - 01.11.1980, Side 82
Ray Davies i Kinks Kinks nefnist hljómsveit, sem var upp á sitt besta á árunum eftir 1960. Þá sendi hljómsveitin frá sér plötur eins og Dedicated Follower of Fas- hion, Sunny Afternoon, Waterloo Sunset og margar aðrar. Tímans tönn hefur sett mark sitt á The Kinks, enda þótt hljómsveitin sé enn við lýói eftir öll þessi ár. Líklega getur Kinks-hljómsveitin enn talist með þeim hljómsveitum, sem draga að sér hóp aðdáenda, ef haldnir eru tónleikar, og hljómsveit- inni er vel fagnað. Á svióinu stendur nú eins og alltaf áður „heili“ hópsins, Ray Davies söngvari. Hann skrifar allt, sem hljómsveitin flytur og leikur inn á plötur, og á hljómleikum, sem nýlega voru haldnir í Noregi, fannst mönnum líkast því, sem á feróinni væri „eins manns sýning" fremur en að Kinks í heild væru þarna að skemmta. En það eru ekki einstakar persónur, heldur tónlistin, sem Kinks flytur, sem fólkið dáir. Davies var spurður að því nýlega, hvort rétt væri að nota popptónlistina eins og nokkurs konar leikhús eða pólitískt áróðursbragð. Hann sagði að sér fyndist stjórnmál vel mættu fylgja með tónlistinni, enda spyrði unga fólkið fremur átrúnaðargoð sín ráða en stjórnmálamennina, og þess vegna gæti pólitískur söngvari haft mikil áhrif, ef hann vildi beita sér á því sviði. Kinks fylgir ekki neinni ákveð- inni stjórnmálastefnu, en þeir hafa þó sínar meiningar, strákarnir í hljóm- sveitinni. Þá var Davies spurður að því, hvort hann héldi að Kinks ætti framtíð fyrir sér, úr því hljómsveitin er ekki lengur efst eða ofarlega á vinsældalistum. Hann sagðist vera viss um, að hún ætti eftir að ná sér á strik þótt síðar væri. 68 ÆSKAN — Það er dýrt og hættulegt að reykja

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.