Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 4
Við göngum dálítið um og skoðum
bæinn. Þar virðist vera ein aðalgata.
Hún liggur í halla og margar hliðar-
götur út frá henni til beggja handa.
Okkur langar til að ganga út úr bæn-
um, út á akrana, en landið er hæðótt
og getur verið varasamt fyrir ókunn-
uga í myrkrinu. Ræktun er hér mikil
umhverfis bæinn eins og í Jerúsalem,
en allt er skrælnað og eyðilegt. Það er
beðið eftir blessun himinsins, regninu
og þegar það kemur mun allt grænka
og gróa að nýju.
Það stendur til, að við hlýðum á
messu í kirkjunni um miðnætti. En þar
sem fólksstraumurinn þangað er
mikill, má búast við að hvert sæti verði
bráðlega skipað. Við afráðum því að
ganga nú þegar inn í kirkjuna og
skoða hana. Þetta er elsta kirkjan í
Palestínu, frá 4. öld e. Kr. Henni til
verndar er á aðra hlið klaustur, en
hinum megin er kirkjan, þar sem
guðsþjónustan á að fara fram. Fæð-
ingarkirkjan er sem sagt í miðið. —
Við beygjum okkur og göngum inn
um lágar dyr og gang inn í stóra,
aflanga kirkju. Skuggsýnt er þar inni,
logar aðeins á nokkrum olíulömpum,
en maður sér samt hinar háu, grönnu
súlur og útskorin súluhöfuð. Lengst
<1 inni sést altarið með björtum Ijósum á.
Hægra megin við altarið er gengið
ofan í fæðingarhellinn, sem er 20 feta
i langur og 10 feta breiður. í gólfinu sér
maður stóra lýsandi stjörnu. Á hún að
sýna staðinn, sem sögnin hermir að
Jesú sé fæddur á. í stjörnunni miðri er
stórt op, og þegar maður krýpur niður
við stjörnuna og stingur hendi niður í
opið, eins og siður er, þá finnur mað-
ur, að gólfið eða botninn er úr steini.
Umhverfis stjörnuna logar á 15
lömpum, 6 grískum, 5 armenskum og
4 latneskum. Prestar frá þessum mis-
| munandi kirkjudeildum eru þarna
nærstaddir. Veita þeir viðtöku pen-
ingagjöfum frá gestum. Við göngum
nú inn í annað herbergi minna, þar
sem vitringarnir frá Austurlöndum
áttu að hafa fært Jesúbarninu gjafir
sínar: gull, reykelsi og myrru.
Langa stund dveljumst við þarna
inni og förum síðan inn í gömlu kirkj-
una aftur. Þar eru hvorki bekkir né
stólar. Við göngum þvert yfir gólfið og
inn í nýju kirkjuna, sem er uppljómuð.
Hún er aflöng og aðalskip hennar
breitt, prédikunarstóll til vinstri og
stórt breitt altari í baksýn, prýtt mörg-
um Ijósum og efst uppi yfir því skín
Ijómandi stjarna. Loft kirkjunnar er í
krossbogastíl og úr því miðju hangir
fagur Ijósahjálmur með fjölda mörg-
um Ijósum, sem varpa geislum sínum
um alla kirkjuna. Á gólfinu eru margir
bekkir og stólar. Beggja megin við
aðalskipið eru hliðarskip með ölturum
og á þeim sér maður Maríulíkneski
með barnið í faðmi.
Við fórum nú út úr kirkjunni og var
þá allur bærinn uppljómaður og á
stóra bæjartorginu gat að líta fjöld-
ann allan af sölubúðum með margs
konar varningi. Þarvoru handsaumað-
ir dúkar og töskur, ilskór með gull-
saumi, perlur, skartgripir og faliegar
tréskurðarmyndir, ávextir, súkkulaði,
hnetur o. fl.
Næst héldum við til klaustursins.
Þar áttum við að matast. Var það mjög
látlaus máltíð. Og er við höfðum
drukkið kaffið í hálfgerðu rökkri fórum
við að litast um í klausturbygging-
unni. Við fundum dyr út á hið flata þak
klaustursins og nú sáum við ógleym-
anlega og einstaka sjón. Allt um-
hverfið lá baðað í blikandi tunglsljósi,
fjöllin til annarrar handar og akrarnir til
hinnar og allur bærinn framundan.
Ljósin í hinum mörgu gluggum voru
eins og litlar gular sólir og jólastjörn-
una vantaði ekki heldur, því að í vestri
blikaði stjarna stærri og bjartari en
allar hinar. Þetta var jarðstjarnan
Júpíter.
Það var of svalt til þess að hægt
væri að standa lengi kyrr í sömu
sporunum. En allmikið rúm var á
þakinu, svo að maður gat gengið þar
um fram og aftur sér til hita. Skyndi-
lega hringdu allar kirkjuklukkurnar og
við urðum hljóð og þögul. Að hugsa
sér, að við höföum fengið að lifa slíka
ÆSKAN er meðal jákvæðustu og bestu uppalenda okkar þjóðar.
4