Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 11
höfðu fljótt þekkt Jón bæði á fótatak- inu og andardrættinum, stundu þær og létu það gott heita að botna ekki neitt í þessu, og héldu áfram að jórtra; aðeins misserisgamli kálfurinn vildi fá skýringu og baulaði í hljóði, þrátt fyrir dimmuna, stappaði íbásinn sinn; Jóni var nauðugur einn kostur að gegna honum, setjast í básinn hjá honum og gefa honum aðra höndina til að sjúga. Þá skildi kálfurinn, að ekki var nein hætta á ferðum, ekkert sem þurfti að athuga; og skömmu seinna lagðist hann og blundaði. Þarna í röku hlý- indunum hjá kúnum var gott og notalegt; en Jóni var samt svo órótt innanbrjósts að hann sofnaði ekki. Hann átti móður — hún hét Sigga; hún átti heima ekki langt frá. Hún var vön að koma og heimsækja hann einu sinni á sumri, nokkra klukkutíma á sunnudegi. Daginn sem hún kom þurfti hann ekkert að gera. Fyrrum höfðu þau alltaf gengið dálítinn spöl, hann og hún mamma hans. Fyrsta skiptið sem hann mundi eftir, sátu þau undir kletti þarna uppi í hlíðinni og sólin skein og hann hallaði sér upp að henni; og hún grét. En það gerði ekkerttil þó hún gréti. Líka hafði hún sagt eitthvað sem hann ekki skildi — hún hafði sagt: — Bara ef þetta allt væri öðruvísi þá skyldi ég vera góð við þig. Hann skildi þetta ekki — því að hún var svo góð við hann. En það gerði ekkert til þó hann skildi það ekki. Aldrei hafði þeim liðið eins vel saman og í það skipti. En þó höfðu þau farið upp að klettinum síðan og höfðu setið þar saman; kletturinn er nú bærinn minn, var ein setningin sem Jón hafði fyrir vana að segja við sjálfan sig á sumrin, þegar hann sat einn yfir ánum — hann hafði ekki aðra að tala við en sjálfan sig. Og í nokkur sumur fannst Jóni þetta alls ekki vera leiðinlegur bær. En svo var það í fyrra, að hann rigndi sunnu- daginn sem Sigga kom; og þegar hann loksins kom sér til að spyrja hana, hvort þau ættu ekki að ganga upp að klettinum, svaraði hún ónota- lega: Finnst þér ég hafi ekki orðið nógu vot þín vegna? Hann leit út um gluggann — jú, nú sá hann það: það var rigning. Daginn eftir fór hann einn Hún frú Jóhanna hefur orðið fyrir því óláni að tapa hundin- um sínum, honum Trygg. Hvernig sem hún leitar hefur henni ekki tekist að finna hann. Nú ætlum við að biðja ykkur að hjálpa henni og finna hann og það fljótt, því hann er víst orðinn svangur. Tryggur á að finnast á einhverri blaðsíð- unni í þessu blaði. Þeir, sem verða svo heppnir að finna Trygg, geta sent blaðinu svör sín fyrir 1. febrúar næstkom- andi. Tilgreina verður stað og síðu í blaðinu í svarinu. Fimm bókaverðlaun verða veitt fyrir rétt svör. Utanáskrift er ÆSKAN, Box 14, Reykjavík (Verðlaunaþraut). upp að kletti til þess að hugga hann. Því að það hafði verið haft af klettin- um. Þetta hafði verið ekki verið sem verst, en verra var það í sumar, þegar Sigga, þrátt fyrir sól og sumarveður var ófáanleg til að koma upp að kletti. Ég held hann sé ekki almennilegur — með klettinn sinn! hafði hún sagt við húsmóðurina, sem hún sat og var að tala við, og hún hafði hlegiö — en ekki eins og henni þætti gaman. Æ, farðu með drengnum, hafði húsmóð- irin svarað: Það lítilræði geturðu gert fyrir hann. Já, þú getur úr flokki talað, Rann- veig, hafði Sigga svarað: Þú veist vel, að ef ég ætti ekkki snáðann þann arna væri margt öðruvísi. Hreimurinn var ekki eins og henni þætti vænt um að eiga hann; þvert á móti. Jón skildi það ekki; og honum var raun að þvíað geta ekki skilið það. Og þegar hún fór að gráta rétt á eftir, þá var það allt annar grátur en þarna forðum uppi við klettinn fyrir mörgum árum, sár grátur; Jón þorði alls ekki að koma nærri móður sinni. Það var einmitt þennan dag, sem hann tók eftir, að fólkið var öðruvísi við hann þegar móðir hans var á ferð en venjulega; aö það gaut bara til hans augunum og þorði ekki að horfa í augun á honum. Upp frá þeim degi forðaðist hann jafn- an klettinn; eitthvað hafði brostið milli þeirra. Föður sinn, sem hét Einar og ekki heldur átti heima langt í burtu, en þó undarlegt megi virðast ekki á sama bæ og móðir hans, sá hann oftar, — svo sem tvisvar-þrisvar sinnum á ári. Faðir hans talaði aldrei í augun á honum; en Jón fann að föður hans þótti vænt um, að hann væri sem næst honum þegar hann kom á bæ- inn. Og Jón vissi líka að faðir hans hafði það til að sitja og stara lengi á hann í einu, þegar hann hélt að aðrir tækju ekki eftir. Svona gátu þeir setið lengi; og Jón vissi að þeim leið báðum vel. Vissi líka, að aðrir vissu það ekki, og áttu víst ekki að vita það. Honum hafði smám saman skilist, að móðir hans var enginn aufúsugestur á bænum; að faðirinn væri ekki au- fúsugestur hafði honum alltaf verið augljóst. En hann átti þó föður og móður upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.