Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 47

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 47
Einu sinni var kóngsdóttir, sem var svo drambsöm, að úr hófi keyrði. Ef einhver biðill kom á fund hennar, þá bar hún upp fyrir honum gátu, og gæti hann ekki ráðið hana, var honum vís- aó á bug með háðung. Hún lét þá gera heyrum kunnugt, að hún skyldi engan eiga nema þann, sem réði gátuna, hver sem hann svo væri. Loks gáfu þrír skraddarar sig fram. Tveir þeir eldri héldu, að þeir væru búnir að stinga svo margt nálsporið um dagana og alltaf á réttan stað, að þeir mundu líka hitta á hiö rétta í þessu efni. Þriðji skraddarinn var ungur og mesti sólargapi, sem aldrei gat lært að stinga rétt nálspor. Hann hugsaði nú með sér, að fyrst lánið væri aldrei með sér í neinu, þá skyldi hann reyna að fara þessa bónorðsför. Hinir réðu honum til að fara hvergi, því honum mundi verða lítið ágengt með svo lítið vit í kolli, sem hann hefði. En litli skraddarinn lét það ekki á sig fá, sem þeir sögðu, heldur kvaðst hann ætla sér að reyna þetta, þótt hann svo yrði að missa höfuð sitt, og kvaðst hann geta spilað á eigin spýtur. Að svo mæltu hélt hann af stað og var í besta skapi, rétt eins og öll veröldin væri á hans valdi. Þeir fóru nú allir á fund kóngsdóttur og sögðu, að hún skyldi bera upp fyrir þeim gátuna. Nú væru hinir réttu biðlar komnir og þeir hefðu svo hár- fínt vit, að þræða mætti með því saumnál. Þá mælti kóngsdóttirin: — Ég hef tvenns konar hár á höfði mér. Hvernig er það litt? fyrramálið, þegar ég kem á fætur, þá skaltu verða maðurinn minn. Með þessu móti ætlaði hún sér að losna við skraddarann, því að til þessa hafði enginn komist lifandi úr klóm bjarnarins. En skraddarinn lét sér hvergi bregða og svaraði henni alls óhræddur: Hugur ræður hálfum sigri. Stráx þegar kvöldaði, var farið með skraddarann ofan í búr bjarnarins. Björninn ætlaði óðara að ráðast á hann og bjóða hann velkominn með hramminum, en skraddarinn sagði: — Hafðu þig hægan, vinur minn, hafðu þig hægan! Ég skal koma vitinu fyrir þig! KÆNI SKRADDARINN — Nú, er það ekki annað en þetta? sagði sá fyrsti. — Það er víst svart og hvítt eins og dúkur sá, sem þeir kalla pipar og salt. — Rangt getið, sagði kóngsdóttir. Nú á sá næsti að svara. — Já, svaraði hann, ef það er ekki svart, þá er það víst jarpt og rautt eins og helgidagafrakkinn hans pabba míns. — Rangt getið, sagði kóngsdóttir. — Nú er komið að hinum þriðja, ég sé það á honum, að hann muni vita það. Þá gekk litli skraddarinn fram og sagði: — Kóngsdóttirin hefur gullhár og silfurhár á höfði sér, og þá hefur það báða litina. Þegar kóngsdóttirin heyrði þetta, fölnaði hún upp og var nærri því fallin í öngvit af ótta, því að litli skraddarinn hafði getið rétt, en hún hafði verið al- veg viss um, að enginn maður í heim- inum vissi það. Þegar hún hafði jafn- að sig dálítið, sagði hún: — Þú ert nú ekki búinn að ná mér fyrir því arna. Ég set þér annan kost, sem þú verður annað hvort að ganga að eða hafna. Niðri í búrinu liggur björn, og hjá honum átt þú að vera í nótt, og ef þú verður lifandi snemma í Síðan tók hann með mestu rósemi eins og ekkert væri um að vera nokkrar hnetur upp úr vasa sínum, braut þær og át kjarnana. Þegar björninn sá þetta, fór hann líka að langa í hnetur. Skraddarinn fór þá ofan í vasa sinn og rétti honum hnefafylli sína, en það voru ekki hnetur, heldur steinar. Björninn tók þá í munn sér og beit í eins og hann gat, en það kom fyrir ekki, hann gat ekki brotið þá. íþróttaþættir — skákþættir — poppþættir— flugþættir — skipaþættir eru í ÆSKUNNI. GANGIÐ EKKI GILDRUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.