Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 31

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 31
Óli og Eva renna sér á snjóþotu Eva situr við gluggann og horfir út. Það snjóar. Stórar, hvítar snjóflygsur falla til jarðar. Rrr.. ring. Dyrabjöllunni er hringt og Eva hleypur til að opna. Þetta er Óli, leikfélagi Evu, sem «_> e' o o D stendur fyrir utan og spyr, hvort Eva vilji koma út og renna sér á snjóþotu með honum. Það vill Eva svo sannarlega, og hún hleypur til mömmu sinnar út í eldhús og spyr, hvort hún megi fara út, og það er henni leyft. Eva flýtir sér að klæða sig í. Mamma hennar þarf bara að hjálpa henni með rennilásinn á úlpunni og fara í skóna. Þegar Eva er komin í, tekur hún snjó- þotuna sína í aðra höndina og réttir Óla hina og kallar ,,halló“ til mömmu sinnar. Það eru til margar ágætar brekk- ur til þess að renna sér í, skuluð þið vita, og Óli og Eva fara auð- vitað í þá bröttustu. Þau renna sér og renna, og skellihlæja, því þau kitlar svo í magann. Hann Óli reynir að renna sér á maganum, en svo ó ... þá fyllist andlitið á honum af snjó. „Sjáðu, Eva, hvernig ég lít út,“ segir Óli hlæjandi og snýr sér við til þess að láta Evu sjá sig. En hvað er nú þetta, hvar í skrambanum er Eva? Óli litast um í öllum brekkunum, og að lokum kemur hann auga á Evu í einni. En þá hleypur Óli hratt. Hann nær Evu rétt í því, að hún er að renna af stað. Og svo segir Óli ákveðinn við hana: „En Eva þó, í þessari brekku má aldrei renna sér, skilurðu. Ef þú lítur niður fyrir, sérðu nokk- uð, sem er mjög hættulegt. Brekkan liggur alveg út að vegin- um, þar sem bílarnir aka, og þar má alls ekki renna sér, því þá getur verið, að ekið verði yfir mann.“ í fyrstu verður Eva leið, því Óli lítur svo reiðilega út, en svo horfir hún niður og sér alla bílana, sem aka á götunni. Þá verður henni að orði: „Uss, þetta er hræðilegt. Hugsa sér, ef ég hefði nú rennt mér niður og ein- hver bíllinn hefði ekið yfir mig.“ Þá sagði Óli: „Komdu nú Eva. Nú förum við í brekkurnar við leik- völlinn. Þar er sko ekkert hættu- legt að renna sér.“ Takmark vort er: ÆSKAN inn á hvert heimili á íslandi í dag. J 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.