Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1981, Page 24

Æskan - 01.11.1981, Page 24
Kötturinn Felix var friðarsinni í eðli sínu. Hann bauð því músinni að borða hjá sér. — „Já, þú ert velkomin í mjólk- urlap hjá mér, en láttu ekki svarta kisa nágrannans vita um það, því að þá get ég ekki sýnt mig í Kattaklúbbnum fram- ar.“ En bráðum heyrðu þeir að verið var að jagast og rífast. „Hó. hó!" sagði refurinn. „Hér er eitthvað alvarlegt á seiði. Nú ætla ég að þakka fyrir samveruna. Því að ég er ónýtur að fljúgast á." Lárus reið nú nær og þar sá hann tröllin öll vera að berjast og bítast um, hvert þeirra ætti að fá að éta hann bróður hans. Pétur greyið var ekki á marga fiska þarna sem hann stóð bundinn við staurinn og hlustaði á tröllin vera að metast um, hvert þeirra ætti að fá að éta hann og smjatta um leið og þau voru að útmála hvað góður mundi vera af honum magállinn. „Nú eru góð ráð dýr," hugsaði Lárus og faldi sig bak við stóran klett meðan hann var að athuga málið. Ekki mundi honum þýða að ráðast á tröllin — hann var þarna eins og krækiber í ámukjafti eða mús meðal milljón katta, og varla það. Og ekki var neinn tími til að fara aftur og biðja um hjálp. Nú heyrði hann að gamla tröllið hafði komið vitinu svo fyrir hin, að það átti að minnsta kosti að fá bróðurpartinn af Pétri. Svo fóru öll tröllin að dansa, svo að moldarkekkir og steinvölur fuku um eyrun á þeim. Þau æptu og öskruðu, klóruðu hvertöðru milli herðablaðanna og létu í stuttu máli eins og tröll láta, þegar þau eru að skemmta sér. En þá bar nokkuð óvænt við. Það var eins og ský bæri fyrir sólina og í sama bili kom hver hópurinn öðrum stærri fljúgandi — eintómir geitungar, sem stungu tröllin, eins og aðeins geitungar geta gert. Tröllin flýðu inn í hellana sína eins og fætur toguðu og nú gat Lárus leyst bróður sinn og svo tvímenntu þeir áleiðis heim í kóngsgarð. „Nú hefur þú víst lært, að maðuráekki að leitagæfunnar ítröllabjörgum," sagði Lárus, „heldur að stunda heiðarlega atvinnu og nenna að vinna." „Já, ég fer nú að skilja það," sagði Pétur og nú lofaði hann Lárusi því, að hann skyldi falast eftir atvinnu hjá kónginum. „En heyrðu," sagði hann svo, „hvaðan komu allir þessir geitungar?" „Það var hirðin mín," sagði Lárus. „Það er gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir," sagði Lárus um leið og hann reið í hlað í kóngsgarðinum. „Hálf- dauöur geitungur getur verið meira virði en tröllahöll full af gulli." „Þetta er viturlega mælt," sagði Pétur; hann fór að kemba kóngshestun- um og söng og trallaði meðan hann neri þá og strauk, svo að þaó stirndi á þá. Ég er svo akaflega hræddur núna þegar ég tek á stýrishjóllnu í fyrsta skipti. — Verið þér rólegur. Þér eruð ekkl nærri eins hræddur og gangandi fólkið, sem mætir yður á veginum. 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.