Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 40
í flestum íbúðum er svo mikið af
eldfimum efnum í innréttingu og hús-
búnaði, að eldur getur magnast mjög
ört. Það er því nauðsynlegt að eiga
trygga útgönguleið. Álítið ekki að þið
hafið langan umhugsunarfrest. Þið
megið, eða réttara sagt verðið að vera
undir það búin að til eldsvoða komi.
Gerið því áætlun um undankomu og
æfiö framkvæmd hennar með allri
fjölskyldunni. Hér skal aöeins drepið
á hvernig slík æfing fer fram.
Hugsum okkur að einhver vakni og
finni reykjarlykt. Hvaó á hann að taka
til bragðs? Flýta sér á fætur og opna
dyrnar og gá hvað sé um að vera?
Þetta er kannski það síðasta sem
hann gerir í þessu lífi. Útgönguleiðin
erorðin að dauðagildru. Þegar dyrnar
voru opnaðar streymdi lífshættuleg-
ur, heitur reykur inn frá ganginum eða
ef til vill átti sér stað gríðarleg reyk-
sprenging vegna þess að eldurinn
fékk nægilegt súrefni. Við eldsvoða
leitar reykur og heitar lofttegundir
upp. Jafnvel við smábruna, einkum ef
plastefni brenna, getur komið mikill
reykur. Verið því varkár áður en þið
farið fram á gang á efri hæð eða þeg-
ar opnaðar eru dyr frá svefnherbergi,
ef þið finnið reykjarlykt. Súrefnið sem
reykloftiö fær þegar dyrnar opnast
getur nægt til reyksprengingar.
Við eldsvoða verða flest börn ótta-
slegin. Þau leita því á stað sem þau
telja öruggan. Oft fela þau sig í
klæðaskáp, undir rúmi eða inni á
baðherbergi. Gerið því áætlun um
hvernig þið ætlið að yfirgefa húsið og
leita í herbergjunum, ef eldur verður
laus.
Ef rétt er farið að, opnar fólk ekki
dyrnar fyrr en það hefur athugað
hvort það sé óhætt. Sé það ekki óhætt
þá þarf að nota neyðarútgönguleið
herbergisins. Skal nú vikið að því
hvernig björgunaráætlun heimilisins
er gerð.
Björgunaráætlun
Kallið saman alla fjölskylduna og
reynið að útskýra samkvæmt þessum
upplýsingum hvers vegna björgunar-
áætlun er nauðsynleg. Munið að
börnin eiga líka að taka þátt í þessu.
Útskýrið hvers vegna maður á að hafa
svefnherbergisdyr lokaðar. Góð hurð
getur haldið eldinum í skefjum nægi-
lega lengi til að allir komist út um
neyðarútgang. Ef litlu börnin eiga
bágt með að sofna, þegar dyr eru
lokaðar, látið þá ekki undir höfuð
leggjast að loka hjá þeim, þegar þið
takið sjálf á ykkur náðir. Æfið viðvör-
unarmerki heimilisins. Það á að gilda
án þess að nokkur þurfi að fara út úr
herbergi sínu. Gangurinn gæti verið
ófær vegna reyks. Kaupið ykkur leik-
fangaflautur eða lúðra, bankið á ofna
eða finnið upp öruggt ráð sem vekur
alla, jafnvel þá sem sofa fastast. Besta
viðvörunin er sjálfvirkt viðvörunar-
kerfi (sjá síðar). Gerið ykkur grein fyrir
að sekúndur skipta máli þegar við-
vörun er gefin. Það er ekki tími til að
hugsa um björgun verðmæta. Reynið
bara að vera róleg og fara eftir björg-
unaráætluninni.
Hér kemur eitt dæmi um svefndeild
í íbúð. Smáatriði skipta ekki höfuð-
máli. Hins vegar á að merkja hvern
svefnstað með nafni svo að skýrt komi
fram hvar hver og einn sefur. Teiknið
dyr, glugga, stiga og annað sem máli
skiptir. Gluggar, svalir, bílskúr eða
annað sem hægt er að nota sem
neyðarútgang er merkt. Farið saman
gegnum hvert svefnherbergi og veljið
glugga sem best hentar til undan-
komu.
Athugið hvort hægt sé að nota
gluggana til undankomu. Hafið stiga
fyrir utan eða kaðal frá glugganum, sé
það nauðsynlegt. Til eru stigar úr áli
sem geyma má inni en hægt er að
hengja á gluggakarminn.
Merkið útgönguleiðirnar á teikn-
inguna með svörtum örvum en neyð-
arútgangana með rauðum örvum.
Samkvæmt byggingarsamþykkt eiga
að vera tvær leiðir út úr hverju
herbergi sem fólk býr í.
Ef þið eigið smábörn, sem ekki
gætu sjálf farið út um glugga eða úr
herbergi sínu, þarf að gera öðruvísi
áætlun. Stundum nægir að láta minni
börnin skipta um herbergi við eldri
systkini og ef til vill má útbúa dyr milli
hjónaherbergis og barnaherbergis.
Ákveðið stað til að hittast á utan við
húsiö til að ganga úr skugga um að
allir hafi komist út.
Að þeirri könnun lokinni skiptir
fjölskyldan með sér verkum og
ákveðið er hver á að koma boðum til
ndi strax í dag
40