Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 27

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 27
Hann Siggi sjómaður var stundum mjög óðamála, einkum þegar hann þurfti að flýta sér, og ekki kom þá meining hans alltaf sem réttust út úr honum. Einu sinni beið báturinn eftir hon- um, er hann hljóp með miklum flýti í næstu verslun til þess að kaupa sér stígvél. Hann hentist eins og kólfi væri skotið inn að afgreiðsluborði og hrópaði: „Mig vantar vélstíg." „Ha-hvað segirðu?“ spurði af- greiðslumaðurinn hissa. „Nei — ég meinti stélvíg," sagði Siggi mjög óðamála. Afgreiðslumaðurinn fór að skelli- hlæja, og þá reiddist Siggi. „Skilurðu ekki, ég meinti vígstél, asninn þinn,“ æpti þá Siggi. Þegar jólasveinninn kom Jólasveinninn þeysti áfram á sleðanuim sínum. Hann fór heimað húsi Petru og Péturs og fór ofan í strompinn. Hann var nærri því fastur en svo læddist hann á tánum. Allt í einu heyrði hann þrusk og hann faldi sig í skáp, en þá var þetta bara hundurinn hans Péturs. Hann fór upp stigann og hann setti í skóinn þeirra. Og hvað haldið þið að þau hafi fengið. Hann Péturfékk rafmagnsbíl en hún Petra fékk brúðu og brúðan gattalað. Þegar hann var búinn að gefa þeim þá læddist hann niöur tröppurnar og fór út um reykháfinn. Svo þegar hann fór upp úr reykháfnum þá settist hann á sleðann sinn og hentist af stað með klingjandi bjöllum. Svo þegar börnin vöknuðu þá fór Pétur heim að arninum og sá för á teppinu. Þau voru svört. Hann kallaði pabbi, mamma sjáiði það eru spor á teppinu. Þá sagði pabbi hans: Þá hefur jólasveinninn komið. Óskar Sigurðsson, 8 ára. fyrr en um hádegi, og skipaði honum að fara á meðan út á leguna með mann nokkrum serkneskum, er Múley hét, og reyna að fiska eitthvað handa sér í soðið. Róbínson kom undir eins til hugar að nota þetta tæki- færi til að flýja burtu. Undir eins og herra hans var farinn, komu þeir niður á ströndina, Xúrý og serkneski maður- inn. „Farðu Múley,“ mælti Róbínson, ,,og útvegaðu okkur nesti, því ekki megum við snerta á matvælum húsbónda okkar.“ Múley var boðinn og búinn til þess og sótti að vörmu spori fulla körfu af tvíbökum og tvær flöskur af vatni. Meðan hann var í burtu, hafði Róbínson skotist yfir í enska skipið, sem Serkir höfðu rænt og var rétt hjá. Þar náði hann öxi, sög, hamri og katli, þar að auki stóru vaxstykki og heilmiklu af seglgarni, og lét þetta allt í bátinn. Og enn lét Múley blekkjast af honum og sótti skinn- poka fullan af höglum og kúlum. Nú lagði Róbínson út úr höfninni og var fastráðinn í því að snúa ekki aftur. Þegar þeir höfðu siglt svo sem svar- aði einni mílu, tóku þeir saman seglin og settust til fiskjar. En óðar en þeir höfðu rennt færunum segir Róbínson, að hann sjái fyrir, að ekki muni verða hér fiskvart og sé því best, að þeir leiti lengra. Múley lét sér það vel líka og vatt upp dálítið segl; og sigldu þeir svo aðra míluna til. Þá fékk Róbínson Xúrý stýrissveifina og gekk að Múley, þar sem hann beygði sig út yfir framstafninn, þreif um fætur honum og kastaði honum útbyrðis. En Múley kom fljótt upp aftur og bað Róbínson að taka sig upp í bátinn aftur. Þá var Róbínson búinn að taka byssu í hönd og sagði: ,,Þú ert sundmaður góður og nú er hægt í sjóinn; sjáðu til, að þú komist sem fyrst að landi. En ef þú kemur nálægt skipinu sendi ég skot í höfuð þér, því ég hef fastlega ásett mér að ná aftur frelsi mínu.“ Múley sneri þá við á augabragði og synti að landi. Róbínson hafði gengið það til, að hann trúði honum ekki vel, annars hefói hann haldið honum hjá sér. Það var heldur ekki neitt hætt við því, að Múley hlekktist á, því þó reyndar væru tvær mílur til hafnarinnar, þá var ekki meira en hálf míla til höfða nokkurs á ströndinni, en Múley syndur eins og selur og hafði margsinnis synt tvöfalt og þrefalt lengri leið. Nú segir Róbínson við drenginn: „Xúrý, ef þú vilt vera mértrúr, þáskal ég framvegis hafa þig fyrir þjón minn; en þú verður að berja á andlit þér og sverja trúnað við Mahómet, sem þú trúir á, og við skegg föður þíns, að öðrum kosti fleygi ég þér fyrir borð." Xúrý leit upp á hann brosandi og skein út úr honum hreinskilnin og sakleysið, svo Róbínson gat ekki til hugar komið að tortryggja hann. Pilturinn vann síðan í fullri alvöru eið að því að vera honum trúr og fylgja honum á heimsenda ef hann vildi svo vera láta. Næst: Nýjar hættur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.